Ljósberinn - 01.03.1946, Qupperneq 4

Ljósberinn - 01.03.1946, Qupperneq 4
44 L JÓ SBERINN frelsar Guð frá synd og sekt og dótrii, hegningu og dauða. — Ég bjarga honum, af því að hann þekkir nafn mitt. Ef einhver þekkir nafn Guðs — veit, að Guð er fabir, að Jesús er frelsari og lieilagur andi huggari, þá lijálpar Guð sálu hans. Hann getur verið staddur í mestu nauðum, sakir syndasektar sinnar; það getur virzt svo, sem fokið sé í öll skjól; en, þá réttir Drottinn út hönd sína og bjargar hinni titrandi dúfu. „Akalli hanrn mig, þá bœnheyri ég hann“. Engin skilyrði eru sett um það, hvernig sá skuli vera, sem ákallar Drottinn. Fyr- irlieitið er skilyrðislaust; sá, sem ákall- ar, fær svar, því að Guð lieyrir bænir. — Þegar spámaðurinn Daníel baðst fyr- ir, þá kom engillinn (Gabríel), og gaf sig á tal við liann, og sagði: Óttast þú ekki, Daníel, því að frá því að þú fyrst hneigðir hug þinn til að öðlast skilning, og þú lítillættir þig fyrir Guði þínum, þá eru orð þín heyrð, og ég er kominn hingað vegna orða þinna“. Daníei hefir líklega verið búinn að biðja nokkra daga, en ekki orðið var við neina bænheyrzlu. En engillinn segir, að orð hans hafi verið heyrð allt frá hinum fyrsta degi, er hann hóf bænagjörðina. Guð svarar ávallt á sínum tíma. Það geta liðið nokkrir dag- ar, en svarið kemur. Einu sinni sagði roskin kona við mig: „Ég er nú búin að biðja fyrir systur minni í tuttugu ár; en fyrst nú í dag, þá fæ ég bréf frá henni, þar sem liún segir, að nú hafi hún öðlast trúna“. „Eg er lijá honum í þrengingunni. Það er einmitt þetta fyrirheitið, sem okkur veitir svo erfitt að lialda föstu. En sarnt sem áður er það óbrigðult, því að Drott- inn segir: „Ég er lijá lionum“. Hvað sagði ekki María Magdalena: „Þeir liafa tekið Drottin minn og ég veit ekki, livar þeir hafa lagt hann“. En Drottinn liennar stóð þá beinlínis við lilið lienni; liún var ein- mitt að tala við liann, en liún vissi það ekki, að hann var hjá henni. „Ég frelsa hann og geri hann vegsam- legan“. Guð nefnir hvorttveggja saman: hjálp- ræði og heiður. Ekkert gæti barn Guðs hent verra en ef það yrði sér til hneisu með trú sína, því að það er satt, sem skáld- ið segir um Guð: „Hunn er trúr og lijálpar sínum, hann hefur aldrei brugðist mér“. Enginn heiður er meiri en það, að við komumst að raun um, að Guð kannast við okkur og lieyrir bænir okkar. Það er inndælt að öðlast bænheyrzlu og frelsun úr þrengingu. Guð kannast líka við mig og við þig. Guð veitir okkur báðum veg- semd. Eg seð hann fjöld lífdaga. Margir urðu þeir langlífir, sem þjón- uðu Guði. Forfeður Gyðinganna, Abra- liam og Isak urðu saddir lífdaga. En ekki verða allir langlífir, sem trúa á Drottin. En Guð getur gert oss sadda af lífdögum. Hann lætur lífið veita oss saðning og svöl- un. Án hans er lífið ekki annað en þorsti og hungur. Svo reyndist það týnda syn- inum. Lífið seður þann, sem trúir á Guð. Því er ekki til einskis Iifað, lieldur fær lífið innihald, svo að vér komumst að raun um að Jesús er brauð lífsins, að oss skal aldrei að eilífu hungra né þyrsta. Eg lœt liann sjá hjálprœöi mitt. /

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.