Ljósberinn - 01.03.1946, Qupperneq 5

Ljósberinn - 01.03.1946, Qupperneq 5
ljósberinn 45 Við getum komist lengra en að heyra hjálpræðisins getið. Við getum séð það þegar hér í lífi. Og sú kemur tíðin, að við fáum að sjá það, því að: „Það, sem auga sá ekki og eyra heviði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns — allt það, sem Guð fyrirbjó þeim, er elska liann“ — fáum við síðar að sjá eigin augum. Ó, hversu dásamlegt! Svona er þá það blómkerfi, sem Guð sjálfur hefur bundið í hinum dýrmæta sálmi. ★ Það eru sjö blóm í þessu blómkerfi Drottins — sjö fyrirheit, sem standa hvort við annars lilið. I liverri viku eru líka sjö dagar. Er hægt að verja sunnudeginum til ann- ars betra en að halda dauðahaldi í Drott- m — halda báðum höndum, svo að við gerum eigi neitt annað. Þeim sunnudegi er vel varið, ef við höfum gengið í hús Guðs og tekið Drottin föstum tökum með bæn og söng, orði Guðs og kvöld- máltíðinni og hljótum svo lausn frá striti og áhyggjum daglega lífsins. Og er mánu- dagurinn svo kemur, þá verður það aug- ljóst, að við þekkjum nafn þess Drott- tns, sem við trúum á og kommnst klakk- laust út úr örðugleikum daglega lífsirxs. Og ekki léttast byrðarnar, er þriðjudag- Urinn kemur, lieldur gefst þá ný hvöt til að halda sér fast í Drottin, ákalla liann °g fá svar. Síðan kemur miðvikudagur- mn. Þá eru hálfnuð vökustörfin, þá stönd- um við mitt í önnum og striti jarðlífsins og ef til vill mitt í þrengingum. Þá er sælt að heyra Drottin segja: ?»Eg er hjá honum í þrengingunni“. Á fimmta deginum er enn meira liðið á vikuna og farið að bjarma af næsta sunnudegi. Yfir fimmtudeginum letrum við fyrirheitið: Hjálpræði og heiður. Og er föstudagurinn kemur, þá líður enn þá meira að vikulokunum. Þá förum við að liugsa um, live tíminn er fljótur að líða og að hann kemur aldrei til baka að eilífu; þá förum við að þakka fyrir eilífa lífið á bak við tímann, með saðn- ing þeirri og svölun, sem sálin þarfnast og Guð hefur þegar gefið oss hér í lífi. Með laugardeginum endar vikan og fyrirheit laugardagsins er það, að við skulum fá að sjá lijálpræði Guðs. Nú er- um við búin að Ijúka vikustörfunum, og Guð hefur af náð sinni lialdið hjörtum okkar í samfélagi við sig', við liöfmn ekki slitnað úr sambandinu við liann, held- ur verið hjá honum. Og .nú er sunnudagur á morgun með sinni livíld og guðsþjónustu. Þá vaknar að nýju vonin og liugrekkið og trúin okk- ar styrkist á það, að Drottinn muni leiða oss til sigurs og láta oss sjá hjálpræði sitt á sínum tíma. Og svo endum við þá þessa löngu og ströngu viku með kvöldbæn og þakkar- gerð til Drottins, og blessum hann bæði fyrir blítt og strítt. Hin sjö blóm í blómakerfi Guðs fyr- irheita nægja okkur til að lifa af heila viku, nægja til að varðveita sálina hjá Guði. Ó, hversu yndislegt er eigi þetta blóma- kerfi úr blómagarði Drottins! B. J. þýddi.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.