Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 47 með lierfi, þangað til moldin var orðin mulin og mjúk. Ef ekki gerði því meiri rigningu varð pabbi að dæla vatni á akur- inn. Það var mikið verk og erfitt fyrir bann. Það leiddist henni, og hana lang- aði helst til að liann gæti losnað við það. „Pabbi, hversvegna þarf að veita vatni á rísakrana? Er ekki nóg að vökva þá eins og grænmetisgarðana?“ „Það veit ég ekki, barnið mitt. Guð befir hagað þessu svona. Ef ekki flóir vatn yfir akurinn allan tímann, meðan rísinn vex, skrælnar kjarninn í axinu“. „Hvenær er skorið upp, pabbi?“ „þegar vel árar eru þrennar uppsker- ur. Vetrarhveitið er skorið upp í maí. Þá eru akrarnir plægðir aftur og veitt á þá vatni, áður en rís er plantað í þá. Gefi Guð nægilegt regn, verður rísinn skor- mn upp í ágúst. Síðan ei’u settar í akr- ana sætar kartöflur, eða sáð í þá ein- hverri korntegund, sem þroskast best á baustin“. Mei-hvva þorði ekki að spyrja meira. Hún vissi að pabbi vildi ekki verða fyr- xr töfum. Hún sá hvernig hann strengdi snúrur yfir þveran akurinn, til þess að i'aðirnar yrðu beinar. Þá tók liann plöntu bnippi, greiddi úr því nokkur strá og gróðursetti þau í leðjuna undir vatninu, °g síðan aftur nokkur strá í fárra þuml- unga fjai’lægð, — og þannig koll af kolli, þangað til myndast höfðu margar beinar raðir. Hún vonaði að Guð gæfi nú nóg regn, svo að ekki þornaði vatniðeá akr- mum. En það mátti ekki verða um of. Mikil flóð gátu alveg eyðilagt uppsker- una og þá varð hungursneyð. ^Litli bi-óðir, þarna er krabbi. Sérðu ekki löppina á honum“. Litli bi’óðir kom xneð færið og á næsta augnabliki lá krabbi spriklandi í körfunni lians. „Hvað ertu búinn að veiða marga ki’abba, litli bróðir?“ — „Sex“. — „Þú verður að veiða fleii’i, svo það verði nóg í kvöldmatinn“. Mei-hwa var farin að hlakka til upp- skeninnar, áður en búið var að planta. Aki’arnir voru svo fallegir, þegar rísinn var orðinn fullþioska og náði fullorðnum manni undir hendi. Þá skar pabbi akur- inn, með boginni sigð, batt stór bundin og bar heim á þreskivöll. Að þreskingu lokinni kastaði lxann korninu liátt í loft upp með varpsköflu, svo að liismið fauk úr því í allar áttir. Síðan var það hreins- að í myllu, sem margir bændur áttu í sam- einingu. Þar var svo hvítum, fallegum rís ausið í langa, mjóa poka og honum ek- ið á lijólbörum til bæjai’ins, eftir að búið var að taka það frá, sem með þurfti til heimanotkunar. Loks kom að því að þau færu heim og fengju sér hádegismat. Mei-hwa hjálp- aði til, kynti lxálmi og þurrum kvistum undir pottinum og blés í eldinn í gegn- um langt bambusrör. Pabbi bjó til þunna vatnssúpu og sauð í henni sætar kart- öflur. Súpuna skammtaði bann í litlar skálar, en lét kartöflurnar í stóra skál á miðju borði. I tveimur minni skálum á borðinu, voru fiskbitar í annarri, en í lxinni gi-ænmeti í olíu og kryddi. Þau tólcu til sín úr þessum skálum með mat- prjónum og drukku sxxpuna með. Síðan bröðuðxi þau sér aftur xxt á akurinn. Pabbi ætlaði að vinna þar fram á kvöld. Veður var yndislegt. Litlu systkinin nutu þess að hlusta á fuglasönginn, eltast við stór, allavega lit fiði’ildi, tína skar-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.