Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 8
48 LJÓSBERINN latsra'uðar asalíur og hvítar villirósir í hæð skammt frá. — þau tóku eftir að reyk lagði upp úr einu horninu á akri nágranna þeirra. „Hvað er verið að brenna þarna, pabbi?“ „Silfur-pappír og reykelsi til þess að blíðka Guðina. Þeir balda að skurðgoð- in geti gefið sáðkorninu vöxt, af því að þeir þekkja ekki Guð“. „Kærir Guð sig ekki um að honum séu færðar fórnir, pabbi?“ „Nei, Guð vill aðeins að við elskum bann og hlýðum bonum“. „Hver sagði þér frá Guði, pabbi?“ „Frændi mirín. Hann hafði oft korn- ið á kristniboðsstöðina í Fú-lob-cbén. Hann sagði mér allt sem bann hafði heyrt þar. Þá vissi ég að skurðgoðin eru falsguðir og geta engum hjálpað. Mig var lengi búið að gruna það. Þetta var rétt áður en þú fæddist, barn“. „En mamma? Af bverju trúði bún ekki líka á Guð?“ Pabbi bristi höfuðið mjög sorgbitinn. „Fólk móður þinnar sálugu er miklir skurðgoðadýrkendur. Mannna þín var góð kona, en hún þorði ekki að bætta að fórna. Hún var brædd við skurðgoð- in“. — „Er það satt pabbi“, spurði Mei-bwa, hálf stamandi eins og hún yrði að hleypa í sig kjarki, — „er það satt, að mamma hafi viljað bera mig út þegar ég fædd- ist?“ „Heiðindómurinn gerir menn misk- unnarlausa, barnið mitt. Okkur hafði ver- ið kennt að dýrka anda framliðinna feðra okkar. En það geta stúlkur ekki. Þær giftast með tímanum inn í aðra ætt. Þess- vegna voru stúlkur ekki taldar til barna foreldra sinna. Og stundum voru þær bornar út nýfæddar og látnar deyja, þeg- ar börnin voru orðin mörg, eða lítið um mat á heimilinu“. „Baðst þú til anda forfeðranna, pabbi?“ „Ekki eftir að mér var sagt frá Guði. Hann er faðir okkar allra og bonuin þykir jafn vænt um stúlkur og drengi“ Pabbi hélt starfi sínu áfram. Mei-hwa liélt áfram að bugsa um það, sem þau böfðu verið að tala um: Hversvegna vildi mamma láta liana deyja, þegar hún var nýfædd? Mamma hafði þó verið góð við hana. Hún mundi svo vel eftir fötun- um, sem mamma hafði saumað á liana, og þegar hún greiddi á henni hárið. En liún hafði heldur ekki gleymt því, þeg- ar mamma reyrði á henni fæturnar. Hún var þá fjögra ára gömul. Fyrst var bún látin sitja lengi með fæturna í eins heitu vatni og bún framst gat þolað. Þegar fæturnir voru orðnir vel mjúkir, voru þeir reyrðir með löngum borða. Það var reynt að kyrkja fótinn saman um ökl- ann, til þess að liann yrði ekki lengri. Af því stafaði nær því óþolandi þrautir, bæði dag og nótt. Hún harkaði af sér þegar aðrir sáu til, en væri hún ein, grét liún. Mamma hennar hugbreysti hana. Hún var sjálf með svo litla fætur að bún gekk á liælunum. Enginn heiðarlegur maður mundi velja syni sínum konu, sagði hún, sem hefði stóra fætur eins og „ja-tó“,* Mei-hwa var búin að vera með reyrða fætur í sex máánuði, þegar mamma henn- * „Ja-tó“ eru stúlkur kallaðar, seni seldar ern i æfilanga þrœlkun.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.