Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN 49 ar dó. Pabbi var þá orðinn kristinn og hann leysti strax af henni böndin. En hvað hún gat vorkennt öllum litlum stúlkum, sem höfðu reyrða fætur, og áttu ekki kristinn pabba eins og hún. Meðan hún var að hugsa um þetta lækkaði sólin æ meir á lofti. Pabbi ham- aðist við að planta. Það jvar líkast því að plönturaðirnar hjá honum lengdust í kapp við skuggana af trjánum. En hvað þeir voru orðnir langir og skrítnir. „Sérðu hvað ég er stór?" sagði litli bróð- ir, og benti á skuggann sinn. Pabbi rétti ekki úr sér fyrr en sólin var horfin á bak við hæðirnar í vestrL Mei-hwa hjálpaði litla bróður upp í aðra körfuna og sjálf komst hún upp í hina hjálparlaust. Þau tóluðu fátt á heimleiðinni. Pabbi var þreyttur í bakinu og gekk svo hægt ap körfurnar hreyfðust varla. „Pabbi, af hverju er kvöldroði?" spurði Mei-hwa. Yfir Tsnig-shui-gó voru skýjaflókar, rauðir eins og logandi eldar. „Eg get ekki útskýrt það, barnið mitt. Eg hef ekki gengið í skóla og lært að lesa. Þegar þú ert orðin dálítið stærri, skalt þvi fá að fara í kristniboðsskólann í Fu-loh-chén". „Pabbi, er himininn alltaf svona fall- egur að innan?" „A himnum er miklu fegurra en þetta. Þetta eru ekki nema myndir, sem Guð hengir út, til þess að við skulum vita hve fagrir bústaðir hans eru á himnum". Meira get ég ekki sagt ykkur í þetta skifti úr þessari sögu. En ég get þó sagt ykkur hvernig húh fór. Þegar Mei-hwa var orðin stærri fór hún í skóla. Það var hamingjusamasti dagurinn í lífi hennar, og í lífi pabba hennar, þótt þau yrðu þá að skilja í bili. Kínversk börn hlakka ekki til neins meira en að fara í skóla, og kínverskir foreldrar þrá ekkert meira, en að börnin þeirra geti lært eitthvað. Nú finnst mér ég alveg geta séð litlu Mei-hwa. Hún er í sínum fallegustu föt- um, með útsaumaða tauskó á fótunum og með svarta, digra fléttu langt niður á bak. Hún heldur á skólabókum undir annarri hendi. I hinni hendinni heldur hún á látúnskeri, fullu af viðar-glóðum, af því að ekki er nein upphitun í skól- anum. Þegar börnin eru öll komin inn í skólastofuna staðnæmast þau augna- blik, standa teinrétt og horfa öll á kenn- arann, beygja sig öll samtímis djúpt fyr- ir honum, og setjast síðan. Þaú eru í skól- anum allan daginn, skreppa aðeins heim á máltíðum. Þau sem eru lengst að hafa nesti. Þegar ekki er verið að kenna, lesa þau það, sem hefir verið sett fyrir, öll samtímis, — hvert í kapp við annað og eins hátt og þau geta. — Haldið þið ekki að heyrist til þeirra! Mest gaman þætti ykkur að geta horft á kínversku börnin, þegar hringt er út í frímínútur, og þau riðjast út úr dyrun- um, hlaupa út um allan skólagarð eins og fjaðrafok, með gáska og galsa og fara þar í ýmiskonar leiki, eins og t. d. J. Blindingsleik. Elsta barnið í hópnum leikur hœnu og er vandlega bundið fyrir augu þess. Hin börnin leika kjúklinga. Þegar hæn- an kallar: „Tsú-tsú, pút-pút, komi mín- ir kjúklingar", læðast kjúklingarnir að henni úr öllum áttum, hlaupa í ki-ing- um hana tístandi en forðast að láta ná

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.