Ljósberinn - 01.03.1946, Side 10

Ljósberinn - 01.03.1946, Side 10
50 LJÓ SBERINN sér. Sá, sem næst fyrstur leysir af hólmi blindingjan, en liann leikur þá kjúkling og gengur svo koll af kolli. Eða þau leika 2. Sókn og vörn. Tveir foringjar eru útnefndir og skifta þeir liði með sér. Börnin haldast fast í hendur, í hvorum hóp fyrir sig, og standa nú herirnir andspænis livor öðrum, í beinum röðum. Elzta harnið hleypur á fylkingu andstöðuhersins og reynir að rjúfa hana, eða komast í gegnum hana. Takist það, eru þeir sem tökin misotu teknir til fanga og snúast í lið með and- stæðingunum. En takist árásarforingjan- um ekki að rjúfa fylkinguna, er hann sjálfur tekinn til fanga. Herirnir eiga leik til skiptis, en aldrei má senda nema einn mann í senn fram til árása. Leiknum líkur ekki fyrr en öll ' börnin í öðrum hvorum hernum eru tek- in til fanga.------Eða kannske þau leiki: 3. Ljónsgildru. Eitt barn leikur Ijón en annað lamb. Hin börnin standa í tveimur jafn löng- um röðum, með nokkuru millibili, og fer leikurinn fram á svæðinu milli rað- anna. Lambið heldur sig sem fjarst Ijón- inu og jannar ákaft: Me-e-é, me-me, Ljónið kemur þegar öskrandi á harða stökki. Börnin taka saman höndum í skyndi og króa Ijónið inni, en lambið er fyrir utan dauðhrætt og síjarmandi. Tak- ist lambinu að hlaupa 5 eða 10 sinnunx kringum hringinn, þar sem Ijónið er inni- króað, án þess að Ijónið geti höggvið klón- lun í það, er Ijónið sett af við lítinn orð- stýr, en sá sem lambið lék útnefnir ann- að barn er taki við hlutverki þess. Komist ljónið úr gildrunni (eða hringn- um) og nái lambinu, er leiknum lokið. En næst verður sá er ljónið lék lamb og skal hann jafnframt útnefna nýtt ljón. 4. Vatnadraugur er líka afar spennandi leikur: Enn skipa börnin sér í tvær jafnlang- ar raðir, en auða svæðið á milli raðauna er feykilega mikið og djúpt fljót. Eitt barnanna leikur vatnadraug og stendur hann í miðju fljóti. Drauguiinn bendir einhverju bainanna að vaða yfir fljótið og reynir um leið að ná því. Það barn- anna, sem draugnum tekst loks að ná, leysir drauginn af hólmi, og verður hann þá aftur mennskur maður og skipar sér þeim megin, sem mannfall liefur orðið. ★ Alstaðar í Kína er fjöldi hamingju- samra barna, sem ganga í skóla og geta Ieikið sér svona. Mér finnst ég geta séð þau. — En ég sé líka önnur börn, sem fá el^ki að læra neitt, nema vinna, og þau eru rniklu fleiri. Eg sé þau á gægj- um fyrir utan skólana, óhrein og illa til fara og illa siðuð. En þau gætu öll lært og orðið nýtir og vel siðaðir borgarar, ef þau aðeins fengju að ganga í skóla. I Kína eru margar milljónir slíkra barna. — Eg get ekki gleymt þeim. Og þegar ég liugsa til þess hve vel okkur líður hér á íslandi, finnst mér við standa í skuld við alla, sem eiga bágt í heinxin- um. Þegar ég get sent mín eigin börn í góða skóla, þá finnst mér Drottinn ætl- ist til þess af okkur, að við reynum að gera eitthvað fyrir öll þessi börn í Kína, sem þekkja einu sinni ekki sinn eigin Fiælsara. Ólafur Ólafsson.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.