Ljósberinn - 01.03.1946, Síða 12

Ljósberinn - 01.03.1946, Síða 12
52 LJÓ SBERINN Þegar Jim hafði hjálpað Jane með körfurnar, liafði hann góðan tíma til þess að skoða sig um í hinni mikilfenglegu kirkju og atliuga umhverfi hennar. Hann varð fljótlega vinur ökumannanna, sem voru ásamt skemmtilegu tvíhjóluðu vögn- unum sínum í einu horninu skammt frá kirkjunni. Það leið ekki á löngu, unz allir vissu að liann var drengurinn lienn- ar móður Janes, og þess vegna áskotn- aðist honum oft aukabiti hjá ökumönn- unum. Hann eignaðist einnig vini á meðal kirkjugestanna. Stundum fékk hann að skoða kirkjuna liátt og lágt. Það var skemmtilegast, þegar liann var í fylgd með vini sínum Archibald Jones. Ein- hverju sinni fóru þeir saman alla leið efst upp í turnhvelfinguna. Jim ætlaði tæplega að trúa sínum eigin augum, þeg- ar hann sá að þessi kúla, sem neðan frá kirkjutröppunum leit út eins og bolti, rúmaði milli tíu til tuttugu manns. Archibald Jones var dyravörður og leiðsögumaður um kirkjuna ásamt fleír- um. Þeir settu ekki upp neina þóknun fyrir að sýna fólki kirkjuna, en þegar hringferðinni var lokið, settu þeir hend- urnar aftur fyrir bak og létu smella í Saga frá London fingrunum. Þá var venjulega stungið að þeim þjónustugjaldi. Jiin uppgötvaði brátt bragð þetta. Dag nokkurn tók liann sér stöðu við hlið Jon- es, setti hendurnar aftur fyrir bak og lét smella í fingrunum. AUt í einu varð hann var við, að peningi var stungið í lófa lians. Hann sneri sér við í flýti og mætti þá brosandi augnaráði amerískrar stúlku, sem liann hafði oft rétt hjálpar- hönd á hringferðum í kirkjunni. Hann sýndi Archibald Jones pening- inn, en hann mælti brosandi: „Þú ert seigur náungi. Þú munt áreiðanlega verðu móður Jones til ánægju“. VI. „Kanínan“ ber frá sér. Litla íbúðin lians Jims í garðinum varð fínni og fínni. Anthony kom með stól, eins og liann lofaði, svo að nú átti liann rúm, borð og stól. Fyrir nokkur pappírsblóm fékk liann litprentaða myrid ar Alexöndru prinsessu, einnig hafði liann eignast bolla og gamlan ketil, til þess að laga kaffi í. Alexandra prinsessa hékk yfir rúmi hans, og börn þau er

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.