Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 14
54 LJÓSBERINN inni. Auðvitað geturðu ekki slegið nein veruleg högg með þeirri hendi, en allt í einu skaltu gefa honum vel útilátið högg með vinstri hendinni. Og þú skalt sjá, hvort hann liggur ekki“. Þeir ræddu lengi saman. Þegar Roh fór um kvöldið skimaði Jim éftirvænt- ingarfullur í kringum sig eftir Steve. Nú leið langur tími og það leit út eins og Steve væri alveg búinn að glevma stríðni sinni. Kvöld nokkurt sendi Jane Jim eftir mjólk í könnu. Jim hljóp inn um liliðið, sem liggur frá götunni inn í garðinn. Allt í einu kom fótur í Ijós þvert yfir gangveginn og Jim hrasaði og missti könnuna, sem fór í þúsund mola. Jim gat forðað sig falli, en særðist á öðr- um fætinum. Eins og elding þaut hann af stað á eftir Steve, sem hann sá hvería yfir girðinguna á næsta garði. Jim sinnti ekki blóðinu, sem vætlaði niður efth- fætinum. Og án þess að íhuga, hvort hann gæti nú í raun og veru ráðið við Steve, klifraði hann yfir girðinguna, sem árásarmaðurinn liafði horfið á bak vfð. Steve þrýsti sér fast upp að girðinguuni og hló með sjálfum sér. Hann reiknaði alls ekki með því, að Jim veitti honum eftirför. En á meðan Steve var að gleðj- ast yfir hrekkjum sínum, stökk Jim nið- ur rétt við hlið hans. Það hófst heiftar- legur bardagi. Jim mundi eftir góða ráo- inu frá honum Rob. Steve varð líka brátf harla illa útleikinn. Hann fékk fossandi blóðnasir og reikaði valtur á fótum að gömlum kassa, er stóð hjá girðingunm. Skömmu seinna sá Jim úr skúrglugg- anum Steve snauta inn til sín. VII. Jim fer „í skóla“ hjá Jane og Anthony. Jane frænka lofaði Jim, að hún skyldi kenna honum að lesa. Þau byrjuðu í sam- einingu að stauta „Oliver Tvist“. Jim þótti vænt um þessa bók. Honum viri- ist liann eiga samleið með hinum fátæka Oliver, sein hafði liðið margt illt eins og hann. í fyrstu las Jane og drengur- inn hlustaði, en smátt og smátt fóru svörtu strykin og punktarnir að skýrast fyrir honum. Hann stafaði liægt og benti með vísifingrinum á orðin. Lestrarnámið var lionum engin kvöð, heldur leikur, sem hægt var að leika allan daginn. Það gilti einu livar hann var staddur, alls staðar sá hann eitthvað til þess að stafa, t. d. nöfn verzlananna, götunöfnin og aug- lýsingar, sem voru víða hengdar upp eða málaðar á húsveggi. Þegar hann hafði lokið við „Oliver Twist“, bað liann Jane að lána sér ein- hverja bók út í lierbergið sitt. Eftir nokkra umhugsun gaf hún honum „Robinson Crusoe“. Nýr lieimur opnaðist honum. Tímunum saman gleymdi hann sér al- gerlega og umhverfinu. Daunilli húsa- garðurinn og óhreinu, yfirfullu húsin liurfu, og hann var staddur úti á evði- ey með „Robinson“. Eftir því sem tímar liðu varð mikil breyting á lionum. Þegar liann kom til Jane, var liann alvarlegur og feiminn pilt- ur og stundum önugur. Hann talaði lítið og hló aldrei. Líkami lians var eins og beinagrind og fötin aumustu ræflar. En þegar frá leið fór liann að safna nokkr- um lioldum á kroppinn. Það var gcrt við fötin hans og þau voru nokkurn veg-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.