Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 16
56 LJÓSBERINN nokkuð“. Jim lokaði „Robinson Crusoe1,4 og flýtti sér út. Hann grunaði að eitt- hvað sérstakt væri á seiði. Þegar þeir komu inn í ganginn, lagði Anthony liönd á öxl lians og mælti: „Nú skal ég segja þér nokkuð. Ég hef fengið skiprúm“. Jim leit undrandi á liann. „Ætlarðu að sigla? Verðurðu leugi? Hvað lieitir skipið?“ „Hættu nú að spyrja um stund“, sagði Anthony hlæjandi, „þú færð að heyra um þetta allt saman. Hlustaðu nú á. Eg komst að því, að Grant skipstjóra á „Blue Jacket“ vantaði mann. Þú veizt, að „Blue Jacket“ er prýðilegt langferðaskip. Og auðvitað réði ég mig. Við siglum til Falk- landseyja að hálfum mánuði liðnum. Ég vildi óska að ég væri búinn að segja Jane frá þessu, hún tekur svo nærri sér að vita mig sigla út á sjóinn“. „Get ég ekki komið með þér? Ég get vel þvegið upp og verið til snúninga. Vilut ekki gera það?“ „Nei, vinur minn. Þú ert of ungur ennþá. En bíddu rólegur. Ég mun hjálpa þér, þegar fram líða stundir. Bara Jane taki þessu skynsamlega“. Og Jane tók því skynsamlega. Jlún varð að vísu þegjandalegri en venjulega, en það var merki þess að henni mislík- aði eitthvað. „Vertu ekki þunglynd, gamla kona“, sagði Antliony. „Sjómennskan er nú einu sinni atvinna mín. Ekki dugar að liggja stöðugt í landi. Ég skal færa ykkur eirl- hverja fallega hluti, þegar ég kem aft- ur. Ég býð ykkur í stutta skemmtiferð, um, hvað þið viljið helzt sjá. En það áður en ég sfing af. Þið skuluð segja til verður að vera eitthvað reglulega skemmtilegt“. „Eigum við þá ekki að sjá dýrin í dýra- garðinum?“ spurði Jim. Þau spjölluðu um þetta fram og aft- ur. Að lokum mælti Jane: „Það er nokk- uð, sem mig langar til að sjá“. „Ágætt. Hvað er það?“ spurði Ant- hony. „Mig langar til að sjá vaxlíkneskin lijá Madame Tussaud. Mig hefur langað að sjá þau í mörg ár, en aldrei fengið tæki- færi til þess“. „Við förum þangað. Mér er að vísu ekki kunnugt um livers konar líkneski þetta eru, en fyrst þig langar að sjá þau, hljóta þau að vera merkileg“. Jane sagði þeim frá hinni ungu, frönsku konu, sem kom til London með fjölda- mörg vaxlíkneski af frægrnn mönnum og konum. Jim hélt að þetta væru ósköp venjulegar myndir, unz Jane fór að segja honum á skemmtilegan hátt, spennandi þætti úr sögu Englands, t. d. um Guy Fawkes, sem var handtekinn einmitt á því augnabliki, þegar hann var að sprengja þinghúsið í loft upp. Frásögn Janes var svo lifandi, að Jim sá greini- lega fyrir sér, livernig Guy Fawkes lædd- ist að púðurtunnunni með logandi kynd- il í hönd. Jane sagði jafnframt frá hinni óliamingjusömu drottningu Maríu Stu- art, sem var fangi í Tower-turninum ill- ræmda og var tekin af lífi 1 kastalagarð- inum. Jane sagði frá á mjög áhrifamik- inn hátt. Framh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.