Ljósberinn - 01.03.1946, Page 17

Ljósberinn - 01.03.1946, Page 17
LJÓSBERINN 57 Áramótahugleiðing Kæru börn! Árið 1945 er horfið, liðið. Við get- um ekki lifað það upp aftur. Ef við mætt- um lifa það upp aftur, livað mundmn við þá helzt gera? Eg vona að svarið hjá ykkur flestum yrði. Endurbæta það sem aflaga hefir farið. Margt hefir kannske farið aflaga. En ég vona að þið gætuð lagað það á árinu ef þið fengjuð að lifa það upp. En nú skulum við hugsa okkur annað. Við skulum hugsa okkur að ár- ið 1946 sé árið 1945 og við séum að lifa það upp, við skulum reyna að kapp- kosta að endurbæta það sem aflaga lief- ir farið. Ef við höfum gert pabba og mömmu eitthvað á móti, þá skulum við vera því þægari við þau. Við skulum sækja sunnudagaskólann af kappi og út- vega honum einn nýjan nemanda fyrir hvern sunnudag sem við mættum ekki í fyrra. Við skulum hjálpa til að safna í kristniboðssjóðinn, og vera Guði þæg og lilýðin. Svo við getum tekið undir á næsta gamlárskveld. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Nú gengin er sérhver þess gleði og þraut það gjorvalt er runnið á eilífðarbraut en minning þess víst skal þó vaka. Að minning þess megi lifa í hugum vorum sem okkur helg minning. Minn- ing um mikið og gott starf og Guði þóknanlegt. Sig. H. Þ. Af vangá hefir láðst að birta þessa „Áramóta- Hugleiðing“, en aðeins tveir mánuðir eru liðnir af árinu og kemur liún því að notum enn. Útgef. JÓN ÓLAFSSON: Á Siaæfjöllum (í Bandaríkjunum) Yfir firnindi og fjöll, þakin fannhvítri mjöll, ■yfir fríögrœnar stórskóga lendur, yfir hyldýpisgjá, gegnum hamarinn blá bar mig hratt sem þá kólfur er sendur. Hér er mikið sagt frá, enda’ er margt hér aS sjá, hvort skal meir vera’ aS undrast sá kraflur, sem aS fjöllunum hlóS og tróS fljótunum slóS og svo fól sig í björgunum aftur. — ESa hugur og hönd, sem hrauS* þessi lönd og sem lieflaSi slétt fjöll og sprungur, sem meS íþrótt og þraut lagSi beinslétta braut gegnum berg, yfir firnindi og klungur'3 Krjúptu maSkur á mold, beygSu mikillátt hold! öll þín stétrmenska er stormhrakinn reykur. Líttu undrandi önd Drottins almœttishönd — skil hve örlítill ertu og veikur! * af að /ir/óða=ryðja.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.