Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 3
$*sú>5«gSi: £«yfií börttuttttiti aÉ koma tii tnín co boim'tí Jtíim þoítkky. kama íii tnín aal„....r............. )>uiað slíkutr.Tjeyrir ©uéértki.HL 7. tölublaS argangur Reykjavík, júlí 1946 ÞaS er allt annað en skemmtilegt að vera hræddur. Finnst ykkur það ekki, litlu börn. Eruð þið, ekki stundum hrædd? Og séum við hrædd, er þá ekki gott að eiga öruggt skjól. Jú, vissulega. Hugsið um öll börnin úti í styrjaldar- löndunum öll sex löngu ófriðarárin. Þau voru hrakin frá pabba og mömrnu og liðu óumræðilegar hörmungar. — Ó, hvað þá hefði verið gott að eiga öruggt skjól. Og kannske hafa einhver þeirra átt það, því öruggt skjól er til og þeim hefir máske Vorið sagt frá því hjá pabba og mömmu. Það skjól er Jesús. í faðmi hans eru börn- in örugg. Til hans vilja allir góðir for- eldrar leiða börnin sín. Hvað sem mætir þér, kæra barn, hvort lieldur sorgir, veik- lndi eða freistingar, þá er í faðmi Jesú óruggt skjól. — Já, þó dauðinn mæti þér, þá er skjólið öruggt hjá Jesú. Einu sinni var móðir, hún var ekkja °g átti aðeins eina dóttur, undur fallega og líka var hún gott barn. Svo varð litla stúlkan liennar veik og dó. Móðir henn- ar var óhuggandi og grét nótt og dag og andvarpaði til Drottins og bað hann að senda sér huggun í hjarta. Þá dreymdi hana draum. Henni þótti litla stúlkan sín koma til sín í ljómandi fögrum, hvít- um skx-úða og segja: „Grát þú ekki, góða, mín móðir, Guðs sonur er orðinn minn bróðir. Mig báru Guðs englar góðir, glóandi á himnanna slóðir“. Nú breyttist sorgin í gleði, og hún lof- aði Guð fyrir að hún fékk þessa liuggun. Já, það er gott að lifa Jesii. „Lifðu Jesú, ekkert annað, er og verður lífsins hrós. Fórna 'homun, engum öðrum, allra fyrstu hjartans rós“. Ef við lifum Jesú, þá deyjum við Jesú og fáum að koma til hans í Paradís.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.