Ljósberinn - 01.07.1946, Qupperneq 6

Ljósberinn - 01.07.1946, Qupperneq 6
122 L JÓ SBERINN Sólargeislann bar aS sjúlvabeSi. „Er hér nokkur, sem syrgir?“ „Nei“, svaraði grátandi móðir. „Eg mun fá að sjá barnið mitt aftur á himni. Hvers vegna ætti ég að syrgja? Gráti ég, kæri sólargeisli, þá er það af gleði, af því að Guð tók barnið mitt svo snemma inn í sína eilífu gleði“. Og sólargeislann furðaði á því, að liann fann enga sorg á jörðinni. En liann var ekki búinn að sjá allt, sólargeislinn góði. Stundu síðar skein hann inn um glugga. Þar inni stóð telpuhnokki og hélt á blómsturpotti. „Er hér nokkur, sem syrgir?“ „Já“, sagði litla stúlkan. „Hérna er einn. Ég syrgi blómið, sem ég plantaði mér til lieilla. Það hefur visnað í skamm- degismyrkrinu“. „Nú, er það ekki annað“, sagði sólar- geislinn. „Ég skal hugga þig“. Hann skein nú svo milt á hlómið, að það fékk nýtt líf og þar með var sorgin úti í litla barns- hjartanu. Sólargeislinn flaug aftur og skein þá inn til fangans í varðhaldinu. „Er hér nokkur, sem syrgir?“ „Já“, sagði ræninginn, sem sat í lilekkj- um og beið dóms síns. „Ég hlýt að syrgja, ég, sem er glæpamaður og bandingi, út- skúfaður af Guði og mönnum og get ekki átt neinnar vægðar von“. „Líttu hingað“, sagði sólargeislinn. Samstundis skein hann á blað í Biblíunni, sem hafði verið flett upp einmitt þar, sem Frelsarinn lofar ræningjanum á krossinum náð og fyrirgefningu. Og þar með var sorgin íiti í varðhaldinu og í lijarta liins örvinglaða manns. Sólargeislinn flaug enn einu sinni og kom nú til gamla Nikulásar, þar sem hann stóð á bökkum freyðandi ár og neri hend- urnar í örvæntingu. „Er hér nokkur, sem syrgir?“ „Já“, sagði Nikulás. „Hvers vegna syrgir þú?“ Ég syrgi barnœsku mína. Ég var van- þakklátur og óhlýðinn við foreldra mína. Nú eru þau dáin fyrir löngu. Ég syrgi æskuárin mín, sem ég hef sóað í leti og léttúð, og er nú orðinn gamall maður. Eg syrgi yfir öllu lífi mínu, sem ekki liefur orðið neinum til gagns eða gleði, af því að ég hef aldrei hugsað um aðra en sjálfan mig. Þess vegna ætla ég nú að fyrirfara mér í ánni“. „Bíddu við“, sagði sólargeislinn. „Gakk þú með mér og skal ég þá sýna þér, hvern- ig jafnvel menn eins og þú geta gert eitt- hvað gott“. Sólargeislinn sveif yfir þúfur og þurrt gras, en Nikulás elti liann, þangað til þeir komu að tjörn einni, þar sem var stór liópur af skólabörnum, sem höfðu skrópað frá skólanum og voru að fara á skauta í leyfisleysi. „Taktu nú eftir þessum börnum“, sagði sólargeislinn. „Og þú skalt segja þeim hvernig fer, ef menn liugsa ekki um neitt annað alla æfina en að láta allt eftir sér“.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.