Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 8
124 LJÓSBERINN Hún fékk ekki frí En alll fór ftö vel Anna vonaði, að hún fengi frí í dag, eftir hádegi. En nú kom húsmóðir hennar og sagði henni, að hún þyrfti sjálf að fara að heiman, en hún yrði að vera dugleg að koma í lag gluggatjöldunum. „Já, það skal ég gera", sagði Anna. „Eg verð búin að því fyrir hádegi. Mætti ég svo fara út á eftir?" „Nei, það er nú einu sinni ekki dag- urinn þinn í dag, það verður þú að skilja", sagði húsmóðir hennar í hóstum róm. Og svo fór hún og Anna sat eftir stúrin á svipinn. En hún fór strax að gera það, sem fyrir hana hafði verið lagt, og var búin að koma öllum gluggatjöldunum fyrir fyrir hádegi. Anna var alin upp á munaðarleysingja- heimili. Foreldrar hennar dóu bæði úr inflúensufaraldri, þegar hún var smá- barn. Svo, eftir ferminguna, hafði henni verið komið fyrir hjá þessari hefðarkonu, sem var ekkja og bjó með tveimur dætr- um sínum. Anna haf ði eignast eina góða vinstúlku á barnaheimilinu, en þær hittust sjald- an, því nú var hún í vist í hinum enda bæjarins og því langt á milli þeirra. Anna var nýbúin að ljúka starfi sínu, þegar drepið var á dyr. Það var þá Emma vinstúlka hennar, sem komin var. Hún hafði keypt sér nýjan hatt, svo ljómandi fallegan og nú þurfti hún endilega að sýua vinstúlku sinni, hvað hann færi sér vel. „Húsmóðir mín gaf mér peninga, svo ég gæti skemmt mér í dag, og nú verð- ur þú að koma með út í góða veðrið". „Ég má það ekki", svaraði Anna, döp- ur í bragði. „Hvaða dauðans vitleysa er þetta. Víst kemur þú með". „Nei", sagði Anna, „ég bað um leyfi, en fékk það ekki. Húsmóðir mín sagði, að ég ætti að vera heima. Og hvað mundi hún segja, ef hún kæmi á meðan ég væri í burtu. Og þú veizt, Emma mín, að ég vil gera vilja Guðs, og því get ég ekki farið með þér, þar sem ég ekki fékk leyfi til að fara út". , „O, hvað þú getur verið leiðinleg", sagði Emma um leið og hún rauk fok- vond út án þess að kveðja vinstúlku sína. Anna sat eftir í eldhúsinu, og sann- arlega var hún hnuggin. En hana iðraði ekki eftir að hafa neitað vinstúlku sinni að koma með henni út, því samvizka hennar sagði henni, að hún hefði breytt rétt. Svo fór hún að stytta tímann og dreifa hugsununum með því að þurrka og þvo og svo fægja hnífa og gaffla, svo að allt liti sem bezt út, þegar húsmóð- ir hennar kæmi heim. Dyrabjallan hringdi! Hver gat nvi þetta verið? Var Emma kannske komin aftur? Anna fór til dyra. Nei, Emma var það

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.