Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 9
ljósberinn 125 ekki. En þar stóð andspænis henni tígu- ^eg kona, sem bauð af sér mikinn yndis- þokka. „Er húsmóðirin ekki heima?“ spurði Lún. „Nei“, svaraði Anna, „hún er einhvers staðar úti í bæ“. „Það var leiðinlegt“, sagði ókunna konan. „Ég er frænka hennar og lief ekki séð hana í mörg ár. Og nú hlakkaði ég svo rnikið til að fá að sjá liana og drekka nteð henni kaffisopa“. „Kaffi ættuð þér að geta fengið, þó ímn sé ekki heima. Gerið svo vel að koma ínn. Verið getur líka að hún komi á með- ao þér bíðið eftir kaffinu“. Eftir örstutta stund kom Anna inn «ieð kaffið og brauð með. »Þú býrð til reglulega gott kaffi“, sagði konan. „Átt þú ekki frí í dag?“ Anna sagði henni svo, að hún hefði eftir skipun húsmóður sinnar gert hús- lerkin, svo hefði vinstúlka sín komið, °g sannarlega liefði sig langað út með' henni. „En hvers vegna fórstu ekki út með Lenni, þið hefðuð ekki þurft að vera svo lengi, um það hefði þá frænka mín ekki vitað“. Anna roðnaði og svaraði: „.Drottinn minn hefði séð það. Jesús er alltaf nálægur mér og sér allt, sem ég geri“. Ókunna konan stóð npp og horfði fast en vingjarnlega á Önnu. „Ég þakka þér fyrir kaffið. Nú verð ég að fara. Ég bið að heilsa frænku. Ég skrifa henni“. Anna var dálítið vonsvikin yfir því að konan skyldi fara svona snögglega. Hún gat þó ekki skilið, að hún hefði móðgað hana með því sem hún sagði. Það varð þá að hafa það. Hún hafði sagt rétt og satt frá. * * * Húsmóðir liennar liafði ákveðið, að vera fjarverandi í þrjár vikur með dætr- um sínum. Hún kallaði á Önnu inn til sín. Þar stóð hún með bréf í hendinni. „Frænka mín, sem kom hérna um dag- inn, býður þér að dvelja bjá sér á meðan við erum ekki lieima. Hvað þetta á að þýða,‘veit ég ekki. En þetta stendur þér nú til boða“. Og Anna var ekki lengi að lnigsa sig um að taka slíku tilboði. Henni liafði lit- ist svo vel á þessa konu. Og þegar Anna kom á járnbrautarstöð- ina, þá var þar ekki aðeins bílstjóri með bíl handa henni, heldur var hefðarfrú- in þar sjálf mætt, til þess að taka á móti henni. Á heimleiðinni sagði frúin henni, að hún hefði haft mikla blessun af að dvelja hjá henni, þegar hún ætlaði að heim- sækja frænku sína. „Þá minntist ég þeirra tíma í mínu lífi, þegar ég hafði heitið Jesú því, að fylgja honum og hlýða hans boðum. Þetta var, því miður, farið að fyrnast hjá mér“. „Það var Guðs vilji, að ég var trú hús- móður minni og fór ekki út, þegar hún hafði bannað mér það“, sagði Anna. „Já, og það er Guðs vilji, að ég nú bjóði þig velkomna inn á heimili mitt. Ég er alein, því maðurinn minn er dáinn. Ég skrifa frænku og hún gefur vafalaust sitt leyfi til þess að þú verðir hjá mér“. Og nú hafði Anna aftur eignast mömmu.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.