Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 11
LJÓSBERINN 127 Eli Rhem - hetjan unga í Ameríku eru járnbrautarlestir mikið notaðar og eru þær ein helztu farartækin þar. — Það gerðist eitt sinn skammt frá stórri borg þar vestra, að þegar járnbraut- arlest var að fara yfir stóra brú, þá féllu nokkrir glóðarmolar niður úr eimreiðinni og kveiktu í brúnni. Til allrar óhamingju var veðrið all-hvasst, svo að eldurinn læsti sig um alla brúna. Fólkið gat ekkert ráðið við bálið, svo að eftir skamma stund var brúin brunnin til ösku. Fjöldi manns var kominn á vettvang og horfði á eyðilegg- inguna. Skyndilega hrópaði einhver: „Eftir tíu núnútur kemur önnur lest! Hvað er hægt að gera? Lestarstjórinn getur ekki séð brúna fyrr en hann er kominn alveg að henni — og þá er það of seint —, allir farþegarnir hljóta að hrapa niður! Hvað getum við gert? — Enginn svaraði, allir voru gagn- teknir af skelfingu og hlupu hver um ann- an þveran í algeru ráðaleysi. Þá var það 12 ára drengur, sem var duglegri en allir hinir. Það var Eli Rhem. Hann þaut í hendingskasti niður brekk- una, yfir gólfið og upp á bakkann hin- nm megin. Síðan hljóp hann meðfram brautarteinunum, þar til hann kom auga á járnbrautarlestina, sem kom æðandi á móti honum með ofsahraða. Hvað gerði nú Eli Rhem? Ekki gagnaði neitt að hrópa um leið og lestin færi framhjá, því að þá mundi enginn heyra til hans. — Hann hafði ekki langan tíma til umhugsunar. Hann tók sér stöðu á miðri brautinni, mitt á milli teinanna, svo að öll lestin gat ekið yfir hann, ef hún yrði ekki stöðvuð. Hann stóð nú þarna og veifaði handleggjunum, veifaði vasaklútnum sínum, og æpti eins hátt og hann gat, til þess að honum yrði veitt athygli í tæka tíð. Lestarstjórinn, sem stjórnaði allri Iestinni, kom Iíka auga á hann og hélt að drengurinn væri vitskertur — og veifaði og kallaði til hans, að hann ætti að fara út af brautinni. En Eli f ærði sig ekki úr stað. Hann vissi, að það mundi kosta mörg mannslíf, ef lestin yrði ekki stöðvuð. Lestarstjórinn fann sig nauðbeygðan til að nema staðar, svo að lestin færi ekki yfir drenginn. Hann var svo reiður, að hann stökk niður af lestinni, snéri sér að Eli og tók að lemja hann fyrir að hafa stöðvað alla lestina. I sama bili kom hópur manna hlaup- andi þaðan, sem brúin hafði staðið, og þeir sögðu frá því, hversu nærri lestin hafði verið því að steypast niður í dýpið. Lestarstjóranum brá mjög í brún, þegar hann heyrði þetta. Hann horfði á Eli litla, tók hann í fang sér, kyssti hann og þrýsti honum hvað eftir annað að brjósti sér. Farþegarnir komu nú út úr vögnunum, því að þeir skildu ekkert í því, hvers vegna lestin hafði numið staðar. En þegar þeir sáu hættuna, sem þeir höfðu verið í, og hvernig Eli hafði með hugrekki sínu frelsað þá, þyrptust þeir að honum, kysstu hann og þrýstu hönd hans. Fólkið f ór svo að skoða brúarrústirnar,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.