Ljósberinn - 01.07.1946, Side 13

Ljósberinn - 01.07.1946, Side 13
ljósberinn 129 w. BURTON: Jitn Mactavish, umboðsmáður húseiganda, skelfdist mjög, þegar hann heyrði, að Jane væri horfin. Frú Mactavish settist á stól í eldhúsinu og grét óskaplega. Eftir stutta stund var fregnin flogin um allt nágrennið. Litla eldhúsið hans Mactavish fylltist brátt af forvitnu fólki. Menn komu sér saman um að bíða fram að hádegi. Ef Jane yrði ekki komin þá, skyldi lög- reglunni gert aðvart. Frú Mactavish gaf Jim tesopa og brauðbita. Síðan hélt liann af stað í rannsóknarleiðangur. Um kvöldið kom hann heim í skúr- inn sinn rennandi votur og svangur. Gauksi fór að blaðra. Ilann gat ekki skil- ið, hvers vegna Jim var ekki í góðu skapi. En drengurinn leit raunalega á páfagauk- mn, grúfði andlitið í höndum sér og grét í fyrsta skipti um langan tíma. Hjá sorpílátunum stóðu tveir grannar og ræddu saman. Jim heyrði ekki mál þeirra, fyrr en þeir tæmdu föturnar og gengu fram hjá glugganum á kanínu- skúrnum. „Hvar skeði slysið?“ „í grennd við Whitechapel. Það var víst vöruvagn“. „Er hún ennþá á St. Bartholomews- sjúkrahúsinu?“ „Já. Mactavish segir, að hún verði jörðuð þaðan, þegar lögreglan gefur leyfi til þess“. „Einmitt það. En hvað verður um drenginn?“ „Drenginn. Tja — liann fer sjálfsagt á munaðarleysingjahælið. Hann hefur verið þar áður“. „Það er leiðinlegt fyrir hann. Þetta er reglulega geðugur piltur“. „Hann er það. En við fátæklingarnir höfum víst nóg með okkur‘. Raddirnar dóu út, en Jim var búinn að heyra nóg. Það var eins og kanínuskúr- inn hringsnerist fyrir sjónmn hans, ásamt kassanum, borðinu og páfagauknum. Jane var dáin. Hin góða Jane frænka var dá- in, og hann átti að fara á munaðarleys- ingjahælið. Þegar fór að skyggja, vafði Jim svartri dulu yfir búr páfagauksins, stakk „Ro- binson Crusoe“ undir jakkann sinn og yfirgaf kanínuskúrinn. Hann stanzaði fyrir framan dyx-nar og leit yfir herbergið í síðasta sinni. Honum virtist Alexandra prinsessa horfa til sín hryggum augum. Þarna stóð stóllinn frá Anthony og þarna hékk bókaliillan, sem liann hafði dreymt um að eignast fulla af góðuxn bókmn. Andlit lians var næstum afmyndað af sorg. Nú varð liann að yfirgefa þetta at-

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.