Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 14
130 LJÓSBERINN hvarf sitt, sem honum þótti orðið svo vænt um. Það var eins og hann heyrði manninn segja á ný: „Tja — hann fer sjálfsagt á munaðarleysingjahælið. Hann hefur verið þar áður". Nei, þá var betra að hverfa strax héðan. Aðeins tunglið og svartur köttur úti við girðingu, voru vottar að því, þegar Jim litli læddist burtu með búrið. XIII. „Blótsami-Jens". Það vekur alltaf sársauka og söknuð að sjá á bak vinum sínum, hvort sem það eru menn eða dýr. I tvo sólarhringa skildi Jim páfagaukinn ekki við sig. En svo varð honum ljóst, að hann yrði að losna við fuglinn. Það var þungbær raun. En ógerningur var að rápa stöðugt um göturnar með páfagauk í búri. „Götu- flakkararnir", blístruðu, þegar þeir sáu hann, en hitt var þó miklu verra, að hann gat ekki bæði gætt páfagauksins og unnið sér fyrir matarbita. Nei, það var engin önnur leið. Hann varð að skilja við gauksa. En hver vildi kaupa páfagauk- inn? Að vísu yar þetta afbragðs páfa- gaukur, sem gat sagt: „Guð varðveiti drottninguna!" — Eftir mikil heilabrot ákvað Jim að fara til gestgjafans í „Hirt- inum". Hann hafði ætíð verið mjög vin- gjarnlegur við hann og reynzt honum vel. Sá góði maður myndi áreiðanlega kaupa af hohum fuglinn. I Eastend eru margar kirkjur, en þar eru mörgum sinnum fleiri veitingahús. í fjórða eða fimmta hverju húsi er veit- ingakrá. Margar af þessum krám bera glæsileg nöfn, en þegar inn kemur, er skítur og ómennska í öndvegi. Staði þessa sækir ekki prúðbúið fólk. Þangað koma sjómenn, er eyða margra mánaða hýru á nokkrum dögum, verzlunarmenn, er skála yfir góðum kaupsamningum, fjár- hættuspilarar og bófar. En meiri hluti viðskiptavinanna eru fátæklingarnir í Eastend, sem leitast við að draga slæðu gleymskunnar yfir eymd hversdagsleik- ans með hjálp Bakkusar. Það eru blá- fátækir heimilisfeður, er eiga hungraðan og klæðlítinn barnahóp. En það eru ekki aðeins karlmenn, sem koma þangað. Margar konur drekka sig þar einnig ölv- aðar. „Hjörturinn" var eins og flest veitinga- húsin í hverfinu. Hann var hvorki betri né lakari. Þegar Jim opnaði dyrnar, rauk þykkur tóbaksmökkur og vínþefur fram- an í vit hans. Hann stóð kyrr nokkur augnablik í dyrunum, eins og hann hik- aði við að fara lengra. „Komdu inn, drengur. Lokaðu dyrun- um. Við getum ekki hitað upp allt Step- heny-hverfið". Jim gekk þögull í áttina til afgreiðslu- borðsins. Hann gekk fram hjá þrem hold- ugum konum, er sátu við öldrykkju. Þær virtu Jim forvitnislega fyrir sér. Karl- mennirnir tóku aftur á móti alls ekki eftir honum. Hver bekkur sýndist setinn, — hvergi sást auður stóll. Veitingastofunni var skipt í tvennt. Yfir dyrunum að innri stofunni hékk stór glansmynd, sem átti að tákna Neptún, ríðandi á stórum hval með fork í hendi. Fyrir innan afgreiðslu- borðið voru hilluraðir upp með öllum vegg. Á hillunum stóðu flöskur, er voru mismunandi að lit og lögun. Þar voru mjóar flöskur með skrautlegum vörumið-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.