Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 15
L J Ó SBERINN 131 uin, belgvíðar flöskur, næstvuii því liáls- lausar, flöskur, er voru mjóstar um miðj- una, eins og ungar heimasætur og gagn- sæjar flöskur fyltar grænlitum vökva. A miðjum flöskuveggnum var ferkantað op nieð loku fyrir. Lokan var á stöðugri hreyfingu upp og niður. I gegnum gatið komu glös og veitingar úr eldhúsinu. — þlér fyrir innan afgreiðsluborðið hélt veitingamaðurinn sig, einvaldslierrann sjálfur, hr. David Morton. Hann var rauð- birkinn í framan með stóra ístru og átti erfitt um allar hreyfingar. Hann leit undrandi á tötralega piltinn, er hélt á fuglabúrinu í höndunum. „Hvert ert þú að fara með þetta fuglabúr, Jim?“ Jim liafði aldrei verið hér svona síðla kvölds, og var hann liálf uppburðarlítill innan um allt þetta fólk. „Jane er dáin. Eg get ekki baft páfa- gaukinn hjá mér. Mér datt í liug, að þér vilduð ef til vill kaupa liann“. „Ertu genginn af vitinu, drengur. Hvað á ég að gera með þennan fugl? Þú sérð flú þann fjölda, sem hér er inni. Fuglinn yrði áreiðanlega ekki vel liðinn. Auk þess er mönnmn illa við öll dýr, hvort sem það eru mýs, kettir éða páfagaukar. Nei, Jim, það get ég elcki, en ég skal gefa þér öl að drekka, ef þú ert þyrstur“. ??Já, þökk fyrir, en ég kom ekki þess vegna. Eg þarf að losa mig við páfagauk- inn. Vilduð þér ekki tala við konuna yðar? Þetta er ágætur páfagaukur. Hann getur sagt svo margt“. ?,Því miður get ég ekki keypt liann, Jim, en lofðu mér að lieyra hversu ágæt- Ur hann er. Hvað kann liann að gera?“ Jim tók klútinn af búrinu, stakk fingr- unmn inn til gauksa og flautaði. Gauksi hallaði höfðinu og virtist líta raunalega á Jim. Hann talaði þó ekkert. Jim reyndi, hvað liann gat að fá gauksa til að tala, en árangurslaust. „Hann er einþykkur, sá litli. En ef til vill ertu líka að leika á okkur“, sagði ein konan. „Jim er góður piltur“, sagði veitinga- maðurinn. Hann leikur ekki á neinn. —• Hér er ölkanna. Þú getur áreiðanlega selt páfagaukinn einlivers staðar. Drekktu nú ölið“. „Hann er venjulega mjög viljugur að tala. Hann getur sagt . . .“ Óskaplegur hlátur yfirgnæfði rödd Jims. Hláturinn kom frá borði einu, þar sem fjórir menn sátu við spil. Einn þessara manna bölvaði allhraustlega, en hinir hlógu, svo að und- ir tók í salnum. Stuttur, pervisalegur náungi gekk að afgi'eiðsluborðinu til veit- ingamannsins. Hann reyndi að pretta okk- ur, en „Blótsami-Jens“ var með lijarta- ásinn á liendinni og vann auðvitað“. Það var auðséð, liver var „Blótsami- Jens“. Hann sat með ánægjuglott á vör- um og sópaði saman peningunum frá hin- um. Síðan stóð hann upp, sló Smitli þétt- ingsfast á herðarnar og gekk með vagg- andi sjómannsskrefum í áttina til af- greiðsluborðsins. „Jæja, veitingamaður. Komdu með sterkt visky. Ég á það vissulega skilið. Hvers konar fuglahræðu ertu með þarna, drengur? Hvar hefur þú stolið þessu?“ „Nei, heyrðu mig nú, „Blótsami-Jens“. Þessi piltur stelur ekki. Hann er ráð- vandur drengur. Páfagaukinn á hann sjálfur. Væri ekki annars rétt fyrir þig að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.