Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 16
132 LJÓSBERINN kaupa fuglinn, og hafa hann hjá þér um borð í Lissy? Þú hefur næg peningaráð". „Getur hann talað?" „Það getur hann víst ekki", kölluðu konurnar upp. „Fyrst Jim segir hann geti talað, þá getur hann það. Reyndu einu sinni enn". Jim tók klútinn aftur af búrinu. Gauksi hrökk upp af værum blundi, blakaði vængjunum og skrækti: „Gauksa langar í sykur!" Gestunum var skemmt. Konurnar krosslögðu hendurnar á maganum og hlógu, svo að tárin runnu í stríðum straumum niður kinnar þeirra. „Þarna sérðu. Það stendur heima, sem Jim sagði". „Hvað kostar hann?" Jim leit spyrjandi á gestgjafann. „Eg skal borga þér tvær krónur fyrir hann", sagði „Blótsami-Jens". „Nei, það er of lítið, þar sem þú færð búrið líka", sagði veitingamaðurinn. „Þú verður minnsta kosti að greiða þrjár krón- ur fyrir hann". „Jæja, segjum það. Hérna eru þrjár krónur. Þá á ég páfagaukinn. Hvað gef- urðu honum að borða?" Jim hafði aldrei á æfi sinni eignast þrjár krónur. Hann var agndofa yfir þessum auðæfum. Hann skýrði „Blót- sama-Jens" gjörla frá öllum venjum og háttum páfagauksins. En hinn nýji eig- andi skemmti sér við að láta gauksa narta í fingurna á sér.. „Hvar fékkst þú hann", spurði „Blót- sami-Jens" að lokum. Jim sagði honum raunasögu sína. „Ertu ekkert að gera?" „Nei". „Áttu ekki f rænku, ömmu eða eitthvert skyldmenni?" „Þá geturðu komið með mér um borð í „Lissy"." „„Lissy"?" „Já, það er báturinn minn. Ég hef nóg að gera fyrir náunga eins og þig, ef þú ert ekki svo aumur, að þú getir eitthvað unnið". Þegar kránni var lokað fylgdist Jim með „Blótsama-Jens". Hann hélt á páfa- gauksbúrinu í annarri hendinni, en í hinni á vínflósku. Þeir stefndu niður að höfninni, þangað sem ríkisbátarnir hafa aðsetur sitt. Jim braut heilann um það, hvort „Blótsami-Jens" mundi nú finna „Lissy", innan um mergð annarra báta, sem virtust allir nákvæmlega eins. Þessi nýi húsbóndi hans var ekki laus við að vera dálítið valtur á fótunum. En Jim þurfti ekki að gera sér neinar áhyggjur út af þessu. „Blótsami-Jens" stökk af hafnarbakkanum niður í einn bátinn. Hann skipti sér ekkert af Jim. Drengur- inn átti sýnilega að komast með búrið og flöskuna upp á eigin spýtur. „Þetta er „Lissy". Það var stærilæti í rödd skipeigandans. Jim kom ekki auga á, að „Lissy" væri í nokkru frábrugðin venjulegum ríkisbátum. Hún var ná- kvæmlega eins og hinir bátarnir, er voru hvervetna í kring eins og síld í tunnu. Hann lagði búrið varlega frá sér á þil- farið og rétti flöskuna í áttina til eig- andans. Utan úr myrkrinu kom í ljós hálfgerð ófreskja, er tók á sig dýrslögun og stækkaði óðum. Jim fékk engan tíma til að átta sig á þessu. Dýrið réðist á hann með grimdarlegum urri og háværu gelti. En til allrar hamingju var skepnan

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.