Ljósberinn - 01.07.1946, Síða 17

Ljósberinn - 01.07.1946, Síða 17
LJÓSBERINN 133 hlekkjuð, svo að Jim gat forðað sér. Hann titraði af liræðslu og missti flöskuna, sem féll á þilfarið og fór í þúsund mola. „Blótsami-Jens“ stökk til drengsins og bölvaði kröftuglega. „Hvolpurinn þinn!“ Eg skal kenna þér að gæta betur að vín- flösku hér eftir. Snautaðu niður í lúkara, eða ég skal leysa „King“ og siga honum á þig. Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna til að strjúka héðan. „King“ hefur þefað af þér, og þú getur verið viss um, að hann þekkir þig aftur. Snautaðu niður, segi ég“. Það rann blóð úr nefi Jims, og hann hafði hruflað sig á öðrum fætinum. Hann haltraði áleiðis fram í lúkara. Fyrstu ákúrurnar voru afstaðnar. XIV. Um bor‘8 í „Lissy“. „Lissy“, sem varð heimili Jiins í marga mánuði, var langur, mjór bátur — mjög venjulegur ríkisbátur. í skutnum var dá- lítil káeta. Á henni var vængjahurð, sem var bæði notuð sem dyr og gluggi. Fyrir framan káetuna var hin stóra, opna lest. Frammi í barka var lítill og þröngur lúkar. Hinir ensku flutningabátar, sem sigldu hvarvetna um fljótið og skurðina, ristu grunnt, nema þeir væru sökkhlaðnir. Þá var mjög erfitt að stýra þeim. Vindur og straumur hrakti þá afleiðis oft og tíðum. Þegar þeir voru fullfermdir, ristu þeir svo djúpt, að aðeins rönd af borðstokkn- nm sást upp úr vatninu. Þeir voru dregn- ir áfram af liesti, er lötraði eftir götu- slóða með fram fljótsbökkunum. Jim fékk leyfi til að hafa lúkarann á „Lissy“ út af fyrir sig. Það eina, sem var gott við þessa kitru, var það, að hún lak ekki, annars var hún ekki óáþekk kanínu- skúrnum í húsagarðinum hjá Jane. Nú, um annað var ekki að ræða, og vissulega var þessi lúkar skárri en skúmaskot göt- unnar. Og Jim vildi miklu heldur vera hér lieldur en í „fínu“ káetunni hjá „Blótsama-Jens“. Hann þorði aldrei að vera aftur í bátnum, nema þegar þeir voru á siglingu. Skipstjórinn kom honum í skilning um það, að honum bæri að lialda sér frammi í. Auk þess var það „King“. Við dags- birtu kom það í ljós, að ófreskjan ógur- lega, er liafði stokkið á hann fyrsta kvöld- ið, er hann kom um borð í „Lissy“, var stór St. Bernhards-hundur. Þeir voru ekki ennþá orðnir vinir. Blóðhlaupin augu „Kings“ fylgdu hverri hreyfingu Jims, þegar hann nálgaðist hinn forboðna stað í bátniun. Nokkrum sinnum hafði hann reynt að glefsa í buxur lians, og það var svo sem auðséð, að honum myndi vera mikil ánægja að höggva beittum tönnunmn í læri Jims. Þegar þeir voru á siglingu, voru hlekkir lians leystir, og fylgdi liann eiganda sínum eftir, sem teyrndi hestinn með fram fljótsbakkan- um. ,,B!ótsami-Jens“ liafði fengið viður- nefni sitt vegna þess, að liann var frara úr hófi blótsamur. Þegar hann var ódrukkinn, var hann friðsamur og hæg- látur í umgengni. En því miður var liann flesta daga undir áhrifum áfengis, og þá hafði liann allt á hornum sér. Jim fékk mörg ljót orð í eyra. Ekkert verk leysti hann svo vel af hendi, að húsbóndi lians finndi ekki eitthvað atliugavert við það.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.