Ljósberinn - 01.07.1946, Side 18

Ljósberinn - 01.07.1946, Side 18
134 LJÓSBERINN Skammir og ljótur munnsöfnuður rigndi yfir liann daglega. Og oft var liann bar- inn. Meðan Jim var hjá Jane þyngdist hann, en nú varð hann magur og kinn- fiskasoginn. Honum leið bezt, þegar hann stóð við stýrið á „Lissy“, en liúsbóndi hans, ásamt „King“, fylgdu liestinum eftir meðfram fljótsbakkanum. Þá gat hann látið sig dreyma fagra drauma í næði. Á þeim stundum leið hugur hans langt í burtu, langt út fyrir strendur Englands, yfir höfin til Anthonys á „Blue Jacket“. Þegar hann stóð með stýrissveif- ina í hendinni, og átti að gæta þess að báturinn héldist á réttum kili, lét hann sig dreyma, að hann væri um borð í „Blue Jacket“. Stýrissveifin er stórt stýr- ishjól, og hann stýrir alls ekki í lygnrnn, enskum skipaskurði. Nei, hann er stadd- ur í Magellanssundi og verður að hafa vakandi auga á skerjum og grynning- um. Jim Parvis skipstjóri, veit glöggt um þá miklu ábyrgð, er á honum livílir. Of- urlítil mistök geta hæglega steypt þess- um stolta sæsvani á kaf í brimlöðrið, og brotið hann í spón. En liann er þaul- kunnugur á þessum slóðum. Hann þekkir gjörla skerin og boðana. Aðeins liann einn getur stýrt skipinu heilu og höldnu. — „Blótsami-Jens“, hesturinn og hundur- inn, eru horfnir úr vitund hans. Og hæðirnar í fjarska eru orðnar að fjöll- um í óvinveittu landi. íbúarnir liggja í leyni, vopnaðir spjótum og örvum. Það er kvöld. Ljósin í gluggum liúsanna og bændabýlanna eru alls ekki lampaljós. Það eru flöktandi logar af bálum þeim, sem hinir frumstæðu íbúar landsins hafa tendrað. Og þegar áfangastaðnum er náð, er hann ekki staddur í litlu fljótsþorpi, heldur í Buenos Aires eða New York. — En komið gat fyrir, að veruleikinn yrði miskunnarlaus, og vekti liann óþægilega upp af dramnum sínum, eins og t. d. daginn, sem honum fataðist við stýrið. Það var lítill flutningur um borð, og „Lissy“ var þess vegna nokkuð völt. Jim var eins og venjulega með hugann langt burtu og tók því ekki eftir, að bátinn bar dálítið af leið. I einni svipan rak „Lissy“ burt frá bakkanum fyrir straumi og vindi. Dragreipið dróst til, og áður en nokkurn varði lá hesturinn í skurð- inum. Formælingahryðja skall á. Jim sleppti stýrinu og greip langa stöng. Og honum tókst til allrar hamingju að ýta „Lissy“ upp að bakkanum. Honum varð fyrst hugsað til hestsins. Hvað hafði orðið um hann? Hann var heill á húfi, sem betur fór. Að vísu náði vatnið honum hátt, en liann var ómeiddur. Skurðbakkarnir voru mjög brattir, svo að það var ekki hlaupið að því að koma hestinum upp. En það tókst þó eftir nokk- urt stríð. Jim liélt annars mikið upp á þessar bátsferðir. Hefði King ekki verið, og ef „Blótsami-Jens“ ekki stöðugt verið undir áhrifum áfengis og þess vegna alltaf jafn ofstopafullur, þá myndi Jim áreiðanlega hafa kunnað prýðilega við sig. Það var dásamlegt fyrir stórborgardreng, sem var vanur þröngum, óhreinum götum og ryk- megnu lofti, að sjá sumarskraut enskrar sveitanáttúru. Hann sá græna grasfláka, þar sem einstök tré stóðu hér og þar, stórar hjarðir af búpeningi á beit og lítil sveitaþorp með litlum, hvítgráum kirkj- um. Framh.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.