Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.07.1946, Blaðsíða 19
LJ ÓSBERINN 135 ^ití ctP hverl u Agílar er frummyndin af mannsnafninu Egill. Enginn fugl getur lyft jafn þungri byrði og hegrinn. í New-York-borg, sólríkustu borg Bandaríkjanna, er talið, að búi um 8.000.000 manns. Af ölluni þeim hljóðfærum, sem þekkjast í heim- Wim, er hægt að spila hraðast á fiðluna. Rottur, sem lifa á Nýju Guineu, kunna að veiða krabba. Þær stinga halanum á sér niður í vatnspoll °g láta hann liggja þar í nokkrar mínútur. Bítur þá krabbinn á, og kippa rotturnar honum upp eins og veiðimenn. Þegar Bandamenn voru að undirbúa innrásina í DFG|QVIOSKIftl Evrópu, notuðu þeir 125 milljónir af mismunandi landabréfum. li»íiíMiituuil*imF*iiia*riki m, Kemur út einu sinni í mánuði, 20 síður. — Ár- gangurinn kostar 10 krónur. — Gjalddagi er 15 apríl. Sölulaun eru 15% af 5—14 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla: Bergstaðastræti 27, Reykjavík. Sími 4200. Utanáskrift: LJÓSBERINN, Pósthólf 304, Reykjavík. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastr. 27. Árið 1941 voru liðin 100 ár síðan Biblían var fyrst Pýdd á sænsku. Abraham Lineoln var einlægur trúmaður. Hann Sagði uin Ritninguna: „Hún er Guðs gjöf til mann- anna. Fyrir hana getum vér þekkt frelsara heimsins". Það er sagt, að ríkasti fursti Indlands eigi hvorki meira né minna en 35 hallir! Hann dvelur aðeins fáa daga í sumum þeirra, en í sumar kemur hann aldrei. Höfðingi þessi heitir Nizam frá Haiderabad. Biblía er úr griska orðinu biblion, sem þýðir bók. Mac Arthur hershöfðingi var í liðsforingjaskóla í ^est Point. Áður en hann útskrifaðist þaðan, hafði nami lesið alla Biblíuna 6 sinnum. Arið 1944 fluttu Svíar inn í land sitt 20.000 smá- les»ir af pappír. Dýraverndunarfélag eitt í Sviss hefur farið fram a það við svissncska þingið, að illri meðferð á skepn- Uln yrði hegnt með húðstrýkingu. nLeningrad-symfonían" svonefnda er eftir 36 ára gamlan Rússa, Dmitri Shjostakóvidsj að nafni. Sym- •oniuna samdi hann, er Þjóðverjar sátu um Lenin- grad og reyndu að ná henni á sitt vald. — Shjostakó- vidsj var aðeins 19 ára, þegar hann samdi fyrstu symfoníuna. Guðmundur V. Guðlaugsson, Hokinsdal, Arnarfirðt pr. Bíldudal óskar eftir bréfaviðskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 17—18 ára, hvar sem er á landinu. Jónína Kr. Þorsteinsdóttir og Lárus Jónsson, Sel- sundi, Rang. óska eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur 10—13 ára. Haldys Arntsen, Kongsvik, Fjœlesund, Norland, Norge, óskar eftir bréfasambandi við 14—16 ára unglinga á tslandi. Jónína J. Melsteð, Framnesi, Skeiðum, Arn., óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 16 til 18 ára, hvar sem er á landinu. Bogi J. Melsteð, Framnesi, Skeiðum, Árn., óskar að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 14 til 16 ára, hvar sem er á landinu. GÖMUL BLÖÐ. Ef einhver, sem ekki heldur blaðinu saman, ætti í fórum sínum 27. og 28. tbl. 1936, þá vildi ég kaupa þau blöð, eins allan árganginn 1936, ef einhver vildi selja hann. Vtgef. «w

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.