Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 141 Hann efndi paö SAGA FRÁ NORÐUR-SVtÞJÓÐ Saga þessi gjörðist á dimmu og nístings- köldu vetrarkvöldi. Stjörnurnar brugðu daufu skini á lítinn dreng, Andrés að nafni, sem reið á harðastökki gegnum skóg til næsta bæjar. Hann var að sækja lækni. Þegar hann kom inn á götur bæjarins, fann hann hús læknisins við bjarmann af götuljósunum. Þar nam hann staðar, steig af baki og hringdi dyra- bjbllunni. Til dyra kom húskarl læknis- . ms, gamall maður, með logandi kerti í hendi og opnaði hliðið. „Hvað er um að vera?" spurði karlinn önugur. „Býr Albert læknir hér?" spurði dreng- ur einarðlega. ¦>,Já, víst á hann hér heima, en áttu nokkurt erindi við hann svona seint á degi?" „Hann faðir minn, sem er fjósamaður landsetans á Fossi, varð fyrir því slysi að hann stóri boli stangaði hann illa, og hann deyr áreiðanlega, ef læknirinn kem- Ur ekki góðfúslega þegar í stað til að hjálpa honum". 5,Og hann kemur eflaust í fyrramálið. **ú getur þó ekki farið fram á, að hann ieggi út í náttmyrkrið í þessum nístings- kulda?" «Jú, það gjörir hann, því að ég veit, aö hann er góðmenni, og þegar ég verð stór, þá skal ég borga honum það". »Að þú borgir, strákhnokkinn þinn, en hvað þér getur dottið í hug!" sagði karl- win og hló við. „En nú skal ég fara inn °g segja lækninum til þín". Þegar læknirinn kom út í dyrnar, bað Andrés litli hann sem bróðurlegast að koma nú með sér. Hann pabbi minn deyr annars frá mér og systkinunum mínum fimm saman", sagði Andrés litli. „Eg skal borga lækninum það, þegar ég verð stór", fullyrti hann. „Þú ert dugnaðar-drengur, þó þú sért lítill vexti", svaraði læknir vingjarnlega., „Eg skal víst verða þér samferða". „Ég þakka", sagði Andrés himinglaður. „Þér takið þá, læknir, hestinn minn og ríðið honum, þótt gamall sé. Hann er traustur, þótt hann sé ekki mikil vexti. „Jæja, en hvernig kemst þú þá heim aftur?" spurði læknirinn. „Og ég get svo hæglega fylgst með á hlaupunum", sagði Andrés, því að honum þótti svo vænt um að læknirinn vildi koma með honum. Fjósamaðurinn bjó í litlu húsi utan bæjarins; nú lá hann þar illa útleikinn eftir bola; boli hafði rekið hornið í.kvið honum. Albert læknir skoðaði meiðsliu með mikilli varfærni. Meiðslið var næsta tvísýnt, en þó tókst lækninum að bjarga lífi sjúklingsins. Var hann lagður á bæj- arspítalann, og er hann hafði legið þar um hríð, var hann alheill orðinn. Þegar hann var útskrif aður af spítalanum, þakk- aði hann hinum alúðrega og duglega lækni hjartanlega læknishjálpina og kvað hann hafa verið verkfæri í hendi Guðs, sér til bjargar. En um leið lét hann í ljós hryggð sína yfir því, að nú hefði hann ekkert til að borga lækninum fyrir hjálpina.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.