Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 8
144 LJÓSBERINN „Nei!" „Hvar áttu heima?" „Þarna úti í götunni hjá henni móður- systur minni". „Ef þú vilt fá dálitla sneið af hveiti- brauði, þá komdu með mér til bakarans, ég ætla að kaupa þar vitund af brauði handa þér". „Já, það þætti mér gott að fá". „Ég keypti nú dálítið af brauðí, og fékk honum það. Hann tók þegar til mat- ar síns, og af því var auðséð, að hann var glorhungraður. Eg spurði hann, hvort hann vildi meira. „Já, dálítið meira, ef þér viljið gera sao vel", svaraði drengurinn. Ég keypti dálítið meira og fékk honum, og beið þangað til hann var búinn. Þá sagði ég við hann: > „Svona, drengur minn, viltu nú fara með mér í sunnudagaskólann?" „Þér hafið verið svo góður viS mig", svaraði pilturinn, „að nú vil ég fara með yður, hvert sem þér viljið, en gerið svo vel að hinkra dálítið við, meðan ég skrepp til frænku meö það, sem eftir er af brauð- inu sem þér gáfuð mér, og þá skal ég fara með yður". Pilturinn kom aftur um hæl og við urðum samferða í sunnudagaskólahn. Þangað hafði harin aldrei komið áður. Hann gerði sér í hugarlund að sunnu- dagaskólinn væri samkomustaður, þar sem drengir væru hárreittir og klipnir í eyrun. En nú var hann leiddur til ungrar og vingjarnlegrar stúlku, og hún minntist ekki einu orði á fatagarmana hans. Furð- aði hann sig stórum á því. Hann varð nú stöðugur nemandi í sunnudagaskólanum, og sagði mörgum lagsbræðrum sínum frá honum, og gat fengið marga þeirra til að sækja hann. Að hér um bil tveim árum liðnum voru nokkrir drengjánna sendir til bænda vest- ur í Bandaríkjunum. Rauðhærði snáðinn mihn var í þeim hópi. Fyrst framan af hafði ég þær spurnir af honum, að hann hegðaði sér vel og væri iðinn. Nú eru nokkur ár liðin síðan ég hef frétt af honum, en ég efast ekki um, og ég er viss um, að hann er vænn og heiðarlegur maður, hvar-sem hann svo er niður kom- mn . Að svo mæltu fór kaupmaður nokkruht orðum um það, hversu miklu það varð- aði, að ná börnunum í stórhorgum voi'" um, þau sem vanrækt væru, intt í sunnu- dagaskólann. Að svo mæltu settist hann niður, I sama bili stóð upp á samkomunni rauðhærður maður, vel til fara, og mælti: „Ég er rauðhærði betlipilturinn frá New York; ég haf ðist við í Vesturríkjun- um um nokkurra ára skeið. Lánið vai* með mér, og ég er nú efnaður maður og á stóran búgarð. Aldrei hefir sólin skinið á betri búgarð en búgarðinn minn. Hestar mínir standa hér úti fyrir dyrun- um, og að samkomunni lokinni væri mér kært að fá að hafa vininn minn gamla heim með mér. Þar skal honum vel fagn- að og væri mér þökk á að fá að hafa hann sem lengst að gesti. Ég er nú forstöðu- maður fyrir sunnudagaskóla. Og allt það sem ég á í þessum heimi og vona að öðl- ast í öðrum heimi, á ég því að þakka, að ég fékk að kynnast frelsara mínum Jesú, í sunnudagaskólanum. Hann er frelsari minn og enginn ánnar".

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.