Ljósberinn - 01.08.1946, Page 10

Ljósberinn - 01.08.1946, Page 10
146 JÓSBERINN á árvekni og trúmennsku þessara augna. Á milli vindkviðanna var við og við mögu- legt að heyra sönglagabrot, — glaða sjó- mannasöngva á sænum, frá einum eða öðrum bátnum. Loks var allur flotinn kominn út á venjuleg fiskimið. Létu nú allir hendur standa fram úr ermum, að þeyta hinum löngu lóðum, sem sukku marga faðma niður í svartan sjó. Þessu næst var öðru hvoru vitjað um lóðina, veiðin innbyrt, önglarnir beittir aftur og endurvarpað í djúpin. Eftir margra stunda erfiði tók flotinn að búa sig undir að leita hafnar, þegar dagsbjarminn byrjaði að roða austurhvel himinsins. Þá gerðist þetta allt í einu, óvænt og snögglega, eins og hendi væri veifað, að djöfullinn í djúpinu greiddi sitt svikavakra heljarhögg. Það kom utan úr myrkrinu með ægilegri eldingu og óg- urlegu, öskrandi þrumuhljóði. Andartak stóðu allir höggdofa. Var sem á dytti dauðaþögn, þrátt fyrir briin- gný og þórdunur stormsins. Það var með öllu þarflaust að spyrja nokkurs. Þeir vissu, sem var, og allt of vel, að einhverjir úr flokki þeirra höfðu fært lokafórnina í baráttunni fyrir fötum og fæði. „Leggðu stýrinu duglega við á bak- borð“, kallaði Jóhannes, skipstjórinn á skútunni, sem var næst slysstaðnum. Það er Betúel og skipshöfnin hans, sem orðið hefir fyrir því, drengur minn. Verið get- ur að þeir hafi ekki allir farisL Við ger- um það, sem við getum — en“. Oskrið í vindinum kæfði síðustu orðin í setn- ingunni, en skipverjar luku við hana í huganum. Það var lítið hægt að gera, þótt ekki vantaði viljann. „Það ætti að vera einhvers staðar á þessum slóðum, sem þeir hafa sokkið“, sagði Jóhannes eftir nokkrar mínútur. „Getið þið komið auga á nokkuð, félagar?“ Áköf augu rann- sökuðu rokfreyðandi sævarflötinn, en gátu ekki séð annað en bleksvart djúpið með ölduföldum, silfurrefluðum í tungls- ljósinu. Djúpið varðveitti dyggilega leynd- ardóma sína. „Það er líklega réttast að við snúum við, félagar“, kallaði skip- stjóri. Honum varð liugsað til fréttanna, sem hann átti eftir að flytja þeim, sem hiðu með eftirvæntingu heima á strönd- inni. „Iivað er þetta, skipstjóri?“ kallaði einn af skipshöfninni, „þarna á stjórn- borða, á að gizka í 150 faðma fjarlægð“. „Þú hefir rétt fyrir þér, piltur minn, þarna er sannarlega eittliVað á floti“. — Skútan breytti tafarlaust stefnu, og nú var siglt í áttina að rekaldinu. „Guði sé lof, félagar, þetta er Betúel sjálfur og hefir bundið sig við sigluás“, hrópaði skipstjóri eftir nokkur augna- blik, heitur af fögnuði. Þegar skipið nálg- aðist vogrekið og manninn, sem hélt sér þar dauðahaldi, tók hann að æpa og kalla hástöfum, en þeir, sem á skipinu voru, gátu ekki heyrt til hans. Skipið nálgaðist óðum og maðurinn öskraði hærra og liærra og ákaflegar, en stormur- inn þreif köll hans með sér, svo að skip- verjar heyrðu þau ekki. Þarna var reyndar annað sprengidufl á reki. Skipverjar sáu það ekki. En það var því greinilegra og ógurlegra í augum mannsins á sigluásnuin. Það hossaðist þarna upp og niður með seiðandi, skelfi- legri nákvæmni, beint á milli skipsins og mannsins. Og aftur öskraði maðurinn á

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.