Ljósberinn - 01.08.1946, Side 11

Ljósberinn - 01.08.1946, Side 11
147 LJÓSBERINN ránni af öllum lífs og sálarkröftum, til þess að vara skipshöfnina við hinni óum- flýjanlegu og yfirvofandi tortímingu. En ekkert stoðaði. Hann sá bilið styttast milli sín og bjarg- vætta hans. Mörg liundruð myndir þutu eins og eldingar um huga hans. Hann sá fiskimannakofann sihn heima og elsku- legt andlit eiginkonu sinnar. Honum heyrðist hún kalla á sig. Hann horfði í huganum á félaga sína, þar sem þeir voru í smáflokkum niður við lendinguna að segja frá ævintýrum sínum. Þessar og því- líkar liugsanir leituðu eins og eldingar um huga hans á Ijóssnöggum augnablik- um. Hann horfði á bátinn í þróttlausu ofvæni. Hann stefndi rakleitt á tundur- duflið. Skyldu þeir ekki koma auga á það? Þeir hlutu að sjá það. Hann slcyldi fá þá til að sjá það. Hann $afnaði saman Öllum þrótti sínum, færðist í aukana og teygði sig eins og hann með nokkru móti gat á sigluásnum, og öskraði þeim til við- vörunar: „Sprengidufl! í Guðs bænum hraðið ykkur að sniia við“. En engin mannleg rödd hafði mátt til að brjótast gegn veðrinu. Þá varð Betúel ljóst, að engin viðvörun gat bjargað hinu aðsteðj- andi skipið. Það var háns líf gagnvart þeirra. Og valið var hræðilega augljóst. Það var einungis eitt úrræði til að stöðva skipið á flugferð þ ess. Átti hann að nota það? Gat hann gert það? Já, þessu yrði öllu brátt af lokið, og þeir myndu skilja það. Ó, en blessuð, elskulega konan hans. Hvað um það — og vel á minnst, þeir eiga einnig konur og börn. Þeir myndu skilja þetta allt. Drottinn minn og Guð ^mn, minnstu hennar. Hann liorfði löng- Nnarfullum augum á bátinn, sem var á leiðinni að bjarga honum. Svo hratt hann seglásnum harkalega frá sér og — sokk. Oldurnar risu og hnigu í hljóðri lotningu yfir höfði honum. Fyrst í stað gátu sjómennirnir á skip- inu naumast trúað sínum eigin augum, „Félagar, hann er sokkinn“, stundi skip- stjóri upp, og andvarpaði dapurlega. — Skipverjar rannsökuðu sjávarflÖtinn vök- ulum vonaraugum, og þá komu þeir auga á þetta, sem þeim hafði sézt yfir í ákaf- anum, litlu, svörtu kúluna, skammt þar frá, er Betúel hafði sokkið. Og þá Iaust sannleikanum yfir alla skipshöfniná eins og eldingar-þrumu. Forniaðurinn virtisi ætla að taka til máls, en það vai' eitthvað,. sem kæfði orðin í hálsi lionuin. Allir tóku ofan höfuðfotin hátíðlega, og þarna á ólg- andi djúpinu ljómaði morgunbjarminn lítinn flokk manna, sem stóð í lotningar- fullri návist einhvers, sem meira var en líf og dauði. Þeir lutu höfðum í virðu- legri þögn, til heiðurs liraustum og göf- ugum félaga. Heimildargögn: Saga þessi gerðist í fyrri heimsstyrjöld. Þó er erfiðleikum bundið að fá fullar upplýsingar um sögu- hetjurnar. Söguritari hefir frásögnina eft- ir sjómannatrúboðs-presti. Það er ekki fulljóst, hvort þessi ókunna söguhetja, sem er undir dulnefni, var í herskipa- eða fiskiskipaflotanum. Síðari kosturinn tekinn, enda breytir það á engan hátt gildi sögunnar. Sagan er sígild til fyrir- myndar og eftirbreytni, þótt hún sé ekk- ert einsdæmi. — Sagan er þýdd úr sunnudagaskólabók- inni: Gallant Gentlemen. Yarns for Boys. Jónm. Halldórsson.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.