Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 12
148 LJÓSBERINN ÓTTI DROTTINS ER UPPHAF VMUNNAR „Ótti Drottins er upphaf speki og fögur hyggindi þeim, sem iðka hann. Lofstír hans varir að ei- lifu". (Sálm. 111, 10). Hún amma fékk lienni Láru dóttur- dóttur sinni eitthvað til að sauma, áður en hún fór að heiman. „Lára mín!" sagðr hún, „mig langar til að þú ljúkir við að sauma þetta, meðan ég skrepp út í bæ- inn". „Já, amma, það skal ég víst gera". Og svo fór Anna, amma hennar, leiðar sinnar og kvaddi ástúðlega. En hún var ekki fyrr komin út úr dyrunum, en Lára var tekin að sauma af kappi. Hún var einstaklega hlýðin og skyldurækin með afbrigðum. En Lára fékk ekki Iengi næði til að sauma; skólasystir hennar ein kom til S hennar og sagði: „Lára, viltu ekki fara út með mér? Ó, veðrið verður svo indælt núna seinnipart dagsins. „Já, víst yrði það ánægjulegt", sagði Lára litla, „en hún amma fékk mér þetta og bað mig að ljúka við að sauma það, meðan hún væri að heiman, og þvi lofaði ég og það verð ég að efna". „Geturðu ekki gert það í eitthvert annað skifti?" spurði stalla hennar. „Nei, amma gerir ráð fyrir að ég saumi einmitt þetta, sem eftir er af svuntunni hennar", svaraði Lára hiklaust. Stalla hennar stökk þá burt frá henni með fyrir- litningarsvip. Stundu síðar .kom Hrói bróðir hennar og hrópaði af mikilli hrifningu: „Lára, komdu nú með mér út á völl og sjáðu fallegu flugdrekana mína lyfta sér til flugs. O, hvað þáð verður gaman!" „Já, víst yrði það gaman!" svaraði Lára með mestu ró, „en amma bað 'mig að vera búin að falda svuntuna, þegar hún kæmi aftur heim". „Hvaða bull!" orgaði Hrói, og kippti svuntunni úr hendi systur sinnar. „Það liggur ekkert á með þetta, komdu heldur og horfðu á drekana mína". „Æ, góði Hrói", sagði Lára blíðlega, „ég verð að hlýða ömmu". Þá þótti Hróa dálítið, en ég ímynda mér, að hann hafi ekki virt systur sína minna fyrir þetta. En nú kom hann Glóinn, eftirlætisgoð- ið hennar Láru, og þegar hann sá tvinna- keflið hennar Láru liggja á gólfinu, þá hófst nú heldur en ekki fjörugur leikur. Lára hafði hið mesta gaman af að leika sér við hvolpinn sinn, en nú kallaði hún til hans og sagði: „Ekki núna, galgopi litli. Allt hefir sinn tíma. Verkið mitt verður að ganga fyrir leiknum við þig". Glói var ekki vel ánægður með þetta, Og óðara en Lára hafði lokið sínu verki, spratt hann upp, leit á Láru þeim augmn, að úr þeim mátti lesa: „Nú getum við farið að leika okkur!" Svona gekk hlýðnin og guðsóttinn gegn um allt líf Láru og héldu henni á rétt- um vegi. Guð gefi sérhverju barni sams- konar leiðarþráð. En sum þeirra slíta hann af sér eða skeyta ekki neitt um hann. En hið bezta, sem hægt ér að segja um Láru, var það, að hún bað frelsara sinn stöðugt að gefa sér náð til að halda fast í þennan þráð. « B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.