Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 14
150 LJÓSBERINN XV. Á „héraveiSum". Þegar „Lissy" lá við Iandfestar hjá Limehouse, hafði „Blótsami-Jens" mörg járn í eldinum. Hann var nú t. d. meist- ari í hörundsflúri. Margir sjómenn liðu míklar þjáningar í litlu káetunni, meðan „Blótsami-Jens" pikkaði hjarta eða akk- eri á hörund þeirra. En hann lét heldur ekkí góða hunda- og kattaverzlun ganga sér úr greípum. Hann sá um að kínverska veitingahúsið í Limehouse fengi af og til „héra". Kvöld nokkurt fékk Jim skipun um að koma með á „héraveiðar". Kínverji nokkur hafði heim6Ótt „Blótsama-Jens" seinni hluta dagsins, og höfðu þeir átt tal saman. Þegar heimsókninni var lok- ið hyrjaði „Blótsami-Jens" á að bæta stórt net, sem líktist einna mest ákaflega stórri jólasveinshúfu. Járnhringur var festur utan um netopið. Á hringnum vorii tvennar hjarir, hvor á móti annarri. Þeg- ar tekið var í tvær snúrur, sem voru fest- ar við hringinn, féll hringurinn saman. Þegar veiðibrellan var fullbúin var hún sett um borð í árabátinn. Síðan var Jim skipað að taka fram árarnar. Og nú héldu tveir „veiðimenn" áleiðis á „héraveiðar". „Þú skalt róa í áttina til Surrey-skipa- kvínna. Ef lögréglan forvitnast um ferð- ir okkar, þá þégirðu. Þú veizt ekkert, skilurðu það!" Jim skildi. I raun Og sannleika skildi hann þó ekki baun í því, sem nú var á seyði. Hann hafði ekki hugmynd um í hvers konar leiðangur iiann var að fara. Hvernigáttu þeir annars að veiða héra í Surrey-skipakvínum? Það var honum óskiljanleg ráðgáta. Þau ár, sem hann hafði flakkað um göturnar í London, hafði hann aldrei komið auga á héra. En hann vissi af reynslunni, að það borg- aði sig að vera þögull og fleipra ekki frá leyndai'málum. Það var ekki mikið um að vera í Surr- ey-skipakvínum á þessum tíma sólar- hringsins. Hinar stóru vörugeymslur voru lokaðar, aðeins verðirnir voru á vakki í nafni laganna. Hingað komu langferða- skip hlaðin timbri frá Rússlandi og Skandinavíu, en auk þess skip með smjör, osta og annað ljúfmeti til hinna stóru verzlana í London. Þeir sjómenn, sem ekki héldu vörð um borð, nutu lystisemda stói-borgarinnar. Inn undir skutnum á stóru, finnsku barkskipi bundu þeir félagar árabátinn við hafnarbakkann. Sá mátti hafa góða sjón, er fyndi þá hér. „Blótsami-Jens" tók netið úr felustað þess. Ur vasa sín- um dró hann flösku með mjólkurlögg í og rétti Jim. Einnig rétti hann honum undirskál og poka, sem í var fiskrusl. „Nú skulum við komast að raun um, hvort við verðum ekki varir við „héra". Gakktu í kringum vöruhúsið þarna og at- hugaðu hvort nokkuð sé á seyði". „Hvort nokkuð sé á seyði?" „Já, asninn þinn. Farðu og athugaðu hvort þú sérð verðina". Jim gerði eins og fyrir hann var lagt, en hann sá ekki nokkra sál. „Hafðu nú augun hjá þér og láttu mig vita, ef þú sérð einhvern". „Blótsami- Jens" beygði sig niður og fór að mjálma eins og köttur. Nú, þannig liggur þá í því, hugsaði Jim. Hérarnir eru kettir. „Blótsami-Jens" mjálmaði lengi án þess

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.