Ljósberinn - 01.08.1946, Side 15

Ljósberinn - 01.08.1946, Side 15
LJÓSBERINN 151 að nokkur köttur kæmi í ljós. Loksins sást lítið, hvítt kattarhöfuð með svört augu gægjast út úr brotnum glugga. Svo hvarf það, en „Blótsami-Jens“ hélt áfram að mjálma, og þá kom það aftur í ljós, og nú svaraði kisa. „Komdu með skálina og fiskinn“, sagði „Blótsami-Jens“. Fljótur og varkár eins og sá, sem er á forboðnum leiðum, hljóp liann að horn- inu á vöruhúsinu, breiddi úr netinu og setti skálina inn í það. Því næst helti hann mjólk á skálina og hagræddi snær- unmn þannig, að hann gat haldið í þau fyrir handan húshornið án þess að verða séður. Jim varð gripinn veiðiskjálfta. Hann kenndi í brjósti um kettina og óskaði þess liálft í hvoru, að þ eir bitu ekki á agnið, en svo fannst honum á hinn bóginn þetta vera hálfgerð sneypuför, ef þeir færu heim við svo búið. En þetta tók tíma. „Blótsami-Jens“ lét niörg kröftug blótsyrði fjúka í hljóði. Liði langur tími unz kettirnir létu sjá sig, gat farið svo að vörður rækist á þá. En hamingjan var þeim hliðholl. Þarna kom fyrsti kötturinn. Stór, svartdröfn- óttur köttur mjakaðist meðfram gafli vöruhússins í áttina til mjólkurinnar og fisksins. Hann hreyfði varlega við net- inu með einni löppinni. Síðan skimaði liann í kringum sig og sleikti út.um, þeg- ar liann sá mjólkina. Hann þumlungaði sig áfram inn í netið. Nei, það virtist engin hætta í nánd. Og svo var þá kött- Urinn kominn að mjólkurskálinni, og liann byrjaði að lepja í sig mjólkina. „Blótsami-Jens“ leit í kringum sig. Enginn vörður var sjáanlegur. Þá var um að gera að hafa hraðan á. Hann kippti í snúrurnar og járnhringurinn small sam- an. Kisa var orðinn fangi. Hún ho^paði um, en árangur þeirra fjörkippa varð að- eins sá, að netið flæktist utan um liana. „Fljótur í bátinn“, hvíslaði „Blótsami- Jens“. Hann hljóp niður hafnarbakkann með hinn spriklandi kött flæktan í net- inu. I bátnurn var aumingja kisa sett í poka, sem í voru nokkrir steinar. Síðan var pokanum sökkt í sjóinn. Jim þótti þetta ákaflega grimmdarleg aðferð, en „Blótsami-Jens“ neri hendurnar af ánægju. „Þetta er köttur, sem Cliong Chu lík- ar. Nú festum við taugina, sem pokinn er bundinn við á krók, sem er aftan á bátnum niðri í vatninu. Svo skulum við róa til Greenland-skipakvínna. Þar get- um við áreiðanlega veitt annan“. Þetta varð æsandi veiðiferð fyrir Jim. Einu sinni stóðu þeir tæpt. Þeir höfðu egnt netið og sett matinn á sinn stað og biðu þolinmóðir við horn eins vöruhúss- ins. Til allrar hamingju varð Jim litið við og sá þá vörðinn skannnt frá þeim. í mesta flýti vöðluðu þeir netinu sam- an og læddust í áttina til bátsins. Þeg- ar vörðurinn kom þangað, sem þeir höfðu verið, voru þeir horfnir, rétt eins og jörð- in hefði gleypt þá. Vörðurinn stanzaði, skimaði í kringum sig og flautaði. En svo hvarf hann sjónum „veiðimannanna“. „Blótsami-Jens“ var alls ekki óánægð- ur með árangurinn. Þrír spikfeitir kett- ir voru í pokanum undir bátnum. Þetta var kyrrt og friðsælt kvöld. Tunglið var fullt, en öðru lxvoru hvarf það á bak við svarta skýbólstra, er liðu hægt um himininn. En þegar tunglið kom í ljós,

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.