Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN 153 Chow, Chong og Chang. Hanh reyndi að bera þau fram, og fannst honum hljóm- ur þeirra ekki ólíkur flautuspili. Aðeins örfáa Kínverja sá hann með hárfléttur. Flestir höfðu klippt flétturnar burtu, en 1 staðinn létu þeir hanga stóra silfurpen- inga (sixpence) niður úr eyrunum. Og undarlegt var það, að þetta höfuðskraut breytti mjög útliti þeirra. Veitingahús Chong Chus var auðþekkt. Gluggarnir voru stórir og þakið lagt blýi. I "gegnum hinar skrítnuj grænleitu rúð- ur, sá Jim háa hrauka af mismunandi stórum diskum og marglitum bollum. Einnig sá hann föt, sem á voru fínir rétt- ir. Já, Chong Chu bauð gestum sínum gómsætan mat. Tvö anddyri voru á húsinu. Jim gekk inn í það, sem hann kom fyrst að. Gang- urinn var lítill og óskaplega óhreinn. Megn, sætur ilmur lagði að vitum Jims. Hann minn^ist þess ekki að hafa nokkru sinni fundið slíka Iykt fyrr. Hann svim- aði. I ganginum voru ótal margar hurðir háðum megin. Ein hurðin var opin í hálfa gátt. Jim heyrði veikar stunur inn- an úr herberginu. Hann hengdi' pokann á snaga, opnaði dyrnar og gekk inn. Lykt- in, sem streymdi á móti honum var svo svæfandi, að honum fannst hann myndi hníga niður þá og þegar. Fyrir gluggan- um var þykkt tjald úr pappa, og komst því aðeins dauf ljósglæta inn í herbergið. Fátt var um húsgögn í herberginu, en "leðfram veggjunum voru rúmfleti, og 8tóð lítið borð hjá hverju höfðalagi. I fletunum lágu mannverur með teppi of- au á fótunum. Flestir þessara vesalinga 'águ hreyfingarlausir og störðu upp í loft- **. Við og við teygði einn sig eftir langri pípu, sem var á borðinu og fékk sér væn- an reykjarteig. Því næst lagði hann píp- una varlega frá sér á borðið og hallaði sér aftur í fletið. Ur pípunum kom ljós reykur, en af reyknum stafaði hin und- arlega lykt. Jim gekk til eins af hinum reykjandi mönnum og spurði eftir Chong Chu. Kín- verjinn svaraði ekki. Andlit hans var ákaflega holdgrannt. Kinnbeinin sáust greinilega í gegnum skorpna, gulleita húðina, eins og hér væri um hauskúpu að ræða. Augun voru kyrr og starandi, og yfir þeim virtist hvíla þokukennd himna^ Án þess að veita Jim minnstu athygli, lagði hann pípuna frá sér á borð- ið og breiddi teppið ofan á sig. Hugur hans var þegar kominn langt, langt í burtu. Nú skildi drengurinn, að hann var kominn inn í ópíumsknæpu. Svitinn draup af enni Jims. Hann þurrkaði sér með jakkaerminni og bjóst til að halda út. Þá fann hann allt í einu, að það var þrifið í öxl hans. Hjá honum stóð ung stúlka. „Hvaða erindi áttu hingað?" Röddin var óvingjarnleg og mjög ákveðin. Jim einblíndi á hana með opnum munni og gleymdi alveg að svara. En hve hún var falleg! Blásvart hár með skjald- bökukambi, sem á voru ótal steinar, er glitruSu í öllum regnbogans litum. SíS- ar, gular silkibuxur og blár jakki með slifurbryddingum á ermunum. Á fótun- um bláir silkiskór með tommuþykkum flókasólum. Undrun hans var svo áberandi, að hún hlaut að veita henni athygli. „Hvaða erindi áttu hingað?" spurði hún aftur með ögn mildari málróm. .

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.