Ljósberinn - 01.08.1946, Síða 17

Ljósberinn - 01.08.1946, Síða 17
r LJÓSBERINN Cliow, Cliong og Chang. Hann reyndi að bera þau fram, og fannst honum liljóm- ur þeirra ekki ólíkur flautuspili. Aðeins örfáa Kínverja sá liann með hárfléttur. Flestir liöfðu klippt flétturnar burtu, en I staðinn létu þeir lianga stóra silfurpen- inga (sixpence) niður úr eyrunum. Og undarlegt var það, að þetta liöfuðskraut breytti mjög útliti þeirra. Veitingahús Chong Chus var auðþekkt. Gluggarnir voru stórir og þakið lagt blýi. I 'gegnum liinar skrítnu, grænleitu rúð- ur, sá Jim háa lirauka af mismunandi stórum diskum og marglitum bollum. Einnig sá liann föt, sem á voru fínir rétt- ir. Já, Chong Chu bauð gestum sínum gómsætan mat. Tvö anddyri voru á liúsinu. Jim gekk inn í það, sem hann kom fyrst að. Gang- urinn var lítill og óskaplega óhreinn. Megn, sætur ilmur lagði að vitum Jims. Hann minnýst þess ekki að hafa nokkru sinni fundið slíka lykt fyrr. Hann svim- aði. I ganginum voru ótal margar hurðir báðum megin. Ein hurðin var opin í bálfa gátt. Jim lieyrði veikar stunur inn- an úr herberginu. Hann hengdi' pokann á snaga, opnaði dyrnar og gekk inn. Lykt- in, sem streymdi á móti lionum var svo svæfandi, að lionum fannst hann myndi bníga niður þá og þegar. Fyrir gluggan- um var þykkt tjald úr pappa, og komst því aðeins dauf ljósglæta inn í herbergið. f átt var um húsgögn í herberginu, en meðfram veggjunum voru rúmfleti, og stóð lítið borð hjá hverju höfðalagi. í fletunum lágu mannverur með teppi of- an á fótunum. Flestir þessara vesalinga lágu hreyfingarlausir og störðu upp í loft- ið. Við og við teygði einn sig eftir langri 153 pípu, sem var á borðinu og fékk sér væn- an reykjarteig. Því næst lagði hann píp- una varlega frá sér á borðið og hallaði sér aftur í fletið. Ur pípunum kom Ijós reykur, en af reyknum stafaði hin und- arlega lykt. Jim gekk til eins af hinum reykjandi mönnum og spurði eftir Chong Chu. Kín- verjinn svaraði ekki. Andlit hans var ákaflega holdgrannt. Kinnbeinin sáust greinilega í gegnum skorpna, gulleita liúðina, eins og hér væri um liauskúpu að ræða. Augun voru kyrr og starandi, og yfir þeim virtist livíla þokukennd himnav Án þess að veita Jim minnstu atliygli, lagði hann pípuna frá sér á borð- ið og breiddi teppið ofan á sig. Hugur hans var þegar kominn langt, langt í burtu. Nú skildi drengurinn, að liann var kominn inn í ópíumsknæpu. Svitinn draup af enni Jims. Hann þurrkaði sér með jakkaerminni og bjóst til að halda út. Þá fann liann allt í einu, að það var þrifið í öxl lians. Hjá honum stóð ung stúlka. „Hvaða erindi áttu hingað?“ Röddin var óvingjarnleg og mjög ákveðin. Jim einblíndi á hana með opnum munni og gleymdi alveg að svara. En live hún var falleg! Blásvart hár með skjald- bökukambi, sem á voru ótal steinar, er glitruðu í öllum regnbogans litum. Síð- ar, gular silkibuxur og blár jakki með slifurbryddingum á ermunum. Á fótun- um bláir silkiskór með tommuþykkum flókasólum. Undrun hans var svo áberandi, að hún hlaut að veita henni atliygli. „Hvaða erindi áttu hingað?“ spurði hún aftur með ögn mildari málróm. .

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.