Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 18
154 LJÓSBERINN Jim áttaði sig loks og sagði frá „hér- unum", sem hann ætti að afhenda Chóng Chu. „Komdu þá með mér. Þú hefur villzt. Inn í veitingasalina er gengið úr hinu anddyrinu". Chong Chu var mjög vingjarnlegur við Jim og hrósaði mjög þeim ágætu dýrum, sem hann og húsbóndi hans höfðu veitt. Ævintýraprinsessan — eins og Jim kall- aði alltaf hina fögru stúlku upp frá þessu — gaf honum nokkra aura, og gladdi það hann mjög. En peningarnir höfðu líka áhyggjur í för með sér, því hvernig átti hann að finna öruggan geymslustað, svo að húsbóndi hans fyndi þá ekki? XVI. Þjófndður hjá Chong Chu. Um langan tíma hafði „Lissy" legið að- gerðarlaus. Jim var í engum vaf a um það, að eigandi hennar var kominn í peninga- þröng. Morgun nokkurn sagði „Blótsami- Jens": „Heyrðu, piltur. Chong Chu og dóttir hans þekkja þig að góðu einu. Það er þess vegna prýðilegt að fremja smáþjófnað hjá þeim. Nú skaltu fara með þennan héra til kínverjans. Þegar hann greiðir þér úr peningakassanum, skaltu athuga, hvar hann geymir lykilinn. Skilurðu?" Jim sagði ekkert, en „Blótsami Jens" hélt áfram að tala: „Þegar þú hefir tekið á móti peningunum, ferðu burtu, en snýrð aftur til baka — án þess að nokkur sjái þig — og tekur nokkrar krónur úr kass- anum. Kínverjinn veður í peningum upp fyrir haus, svo að það er reglulegt gust- ukaverk að hjálpa honum til að ráðstafa þeim. Sjái þig einhver, geturðu sagt, að þú hafir gleymt pokanum þínum. Skil- urðu mig?" Nei, Jim vildi ekki skilja þetta. Hann liafði einu sinni lofað Jane að stela aldrei. „Jæja, þú ætlar ekki að hlýða. Bíddu þá bara og sjáðu hvað bíður þín". „Blótsami-Jens" barði drenginn og hrökklaðist hann út að borðstokknum. Og án þess að kæra sig minnstu vitund um hin sársaukaþrungnu vein Jims, gekk þessi harSbrjósta maður til káetunnar. Að vörmu s'pori kom hann aftur með páfa- gauksbúriS. „Fyrst þú vilt ekki gegna, mun ég veita, þér eftirminnilega ráðningu". Hann tók grannan kaðal og batt hann í hringinn á páfagauksbúrinu og gekk síð- an út að borðstokknum. „Nú skal eftirlætisgoðið þitt fá ærlegt bað". Jim gleymdi öllum sársauka, stökk áleiðis og greip í búrið, en fékk í sömu mund slíkt rokknahögg, að honum sortn- aði fyrir augum. , „Blótsami-Jens" lét búrið síga hægt niður frá borðstokknum. Jim varð ná- fölur. „Nei, nei", hrópaði hann. „Ég skal fara til Chong Chu". „Blótsami-Jens" kippti búrinu glolt- andi upp í bátinn. „Það er þá gott, að þú hefir ekki misst alla skynsemi. Snautaðu þá af stað með pokann". -Framh. Afmælisósk. Vertu alltaf hress í huga, hvab' sem mœta kann, treystu GuSi œ og œííð, „eilíft bjarg er hann".

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.