Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.08.1946, Blaðsíða 20
Sydimevkutförin M) J SAGA í MYNDUM eftir HENRYK SIENKIEWiCZ Kali var iiú skipað að veiða eins marga flugfiska ¦og hann gæti, því nóg var af þeim í fljótinu. Hann þurrkaði fiskinn í sólinni, en færði Nel blöðrurnar. Hún skar þær niður í lófastór stykki, spýtti þau á timburfleka og útbjó þannig nokkurs konar pappír úr þeim. Stasjo og Mea hjálpuðu henni til við þetta, vegna þess að vinnan var vandasöm, því hlöðrurnar voru slökkar. Loksins var fyrsti stóri drekinn fullbúinn. Dag nokkurn setti Stasjo liann á loft og sleppti honum, þegar vindur var vestlægur. Þegar Síasjo skar á snúr- una, flaug drekinn í áttina til Karamojo-fjallanna. Næsta dag sendi hann næsta dreka á loft. Hann flaug cnn hærra og hvarf sjónum þeirra á svipstundu, lík- lega af því að efnið í honum var þunnt og gegnsætt. Nel og Mea hyrjuðu strax á þeim þriðja. Nel var nú alveg búin að ná sér. Hið heilnæma loft á Linde-fjalli olli því, að henni fannst hún vera sem «ndurfædd. Tími sá var liðinn hjá, sem henni gat stafað hætta af hinu banvæna hitaveikiskasti. Þann dag faldi Stasjo sig í bananalundinum og grét af gleði. Hann var sjálfur grannur og sólbrúnn, sem var merki þess, að hann var ónœinur fyrir hitasóttinni, því hinir hitaveikissjúku geta ekki orðið sólbrúnir. Hann hafði stækkað og þroskazt mikið. Vimian hafði aukið kraft hans. Viiðvarnir í handleggjum og fotleggjúm hans voru eins og stál. Hann var sann- arlega orðinn reyndur Afríku-ferðamaður. Vegna þess að hann fór daglega á veiðar varð bann afburða góð skytta. Dag nokkurn drap hann í einu skoti stóran nasbyrning, scm vaknaði af blundi undir akasíutré, og réðist skyndilega á haiin.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.