Ljósberinn - 01.08.1946, Qupperneq 20

Ljósberinn - 01.08.1946, Qupperneq 20
4>ydimethuvförin 6i) J SA6AÍ MYWDUM eftir HENRYKSIENKIEWICZ Kali var nú skipaú aú veiða eins marga flugfiska ■og liann gæti, því nóg var af þeim í fljótinu. Hann þurrkaði fiskinn í sólinni, en færói Nel hlöðrurnar. Hún skar þær niður í lófastór stykki, spýlti þau á timburfleka og útl)jó þannig nokkurs konar pappír úr þeini. Stasjo og Mea hjálpuðu henni til við þetta, vegna þess að vinnan var vandasöm, því hlöðrurnar voru stökkar. Nel var nú alveg húin að ná sér. Hið heilnæma loft á Linde-fjalli olli því, að henni fannst hún vera sem endurfædd. Tími sá var liðinn hjá, sem henni gat stafað liætta af hinu hanvæna hitaveikiskasti. Þann dag faldi Stasjo sig í hananalundinum og grét af gleði. Hann var sjálfur grannur og sólhrúnn, sem var merki þess, að hann var ónæmur fyrir hitasóttinni, því hinir Iiitaveikissjúku geta ekki orðið sólhrúnir. Loksins var fyrsti stóri drekinn fullhúinn. Dag hokkurn setti Stasjo liann á loft og sleppti lionum, þegar vindur var vestlægur. Þegar Síasjo skar á snúr- una, flaug drekinn í áltina til Karamojo-fjallanna. Næsta dag sendi hann næsta dreka á loft. Hann flaug cnn hærra og hvarf sjónum þeirra á svipstundu, lík- lcga af því að efnið í honum var þunnt og gegnsætt. Nel og Mea byrjuðu strax á þeim þriðja. Hann hafði stækkað og þroskazt mikið. Yinnan hafði aukið kraft hans. Vöðvarnir í handleggjum og fótleggjum hans voru eins og stál. Hann var sann- arlega orðinn reyndur Afríku-ferðamaður. Vegna þess að hann fór daglega á veiðar varð hann afburða góð skylta. Dag nokkurn drap hann í einu skoti stóran nashyrning, sem vaknaði af blundi undir akasíutréT og réðist skyndilega á hann.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.