Ljósberinn - 01.10.1946, Síða 3

Ljósberinn - 01.10.1946, Síða 3
Hugrakkur drengur Sannmála varir munu ávallt stand- azt, en lygin tunga aðeins augnablik. — Orðskv. 12, 19. Hvað aírekaði liann þá, fyrst hann var nefndur því nafni? Elti liann ljón eða felldi hann björn? Nei. Nei, liann segir satt. Þú heldur máske, að til þess þurfi ekki mikið liug- rekki, en í þessari sögu fer þó ekki hjá því. Þessi drengur hét Jakob. Foreldrar hans voru trúuð og liöfðu kennt honum, að lygi væri viðurstyggð fyrir Drotni. Og sjálfur var Jakob sannfærður um, að ekkert gæti fengið hann til að segja ósatt. Einu sinni vildi það til, að hann og nokkrir drengir voru að leika sér á grund- inni, þar sem járnbrautin lá. Þar köstuðu þeir knöttum og settu upp flugdreka eða léku sér að hinu eða þessu öðru. Þeir hyggðu sér líka ofurlítinn kastala úr stein- völum, eða svo kölluðu þeir þá byggingu. En þá kom allt í einu helliskúr, og drengirnir hlupu burt og leituðu afdreps, hvar sem þeir gátu. Enginn þeirra mundi til, að þeir hefðu kollvarpað grjótlirúg- unni og tekið einn af stærstu steinunum og lagt þá yfir járnbrautarleinana. Þeir voru þó minntir á það, sem þeir höfðu aðhafzt, því að á meðan þeir voru að hlífa sér fyrir regninu, þá sáu þeir hvar vörulest kom brunandi, en tóm. Hún fór sér hægt og nam að lokum staðar. „Ó, Kobhi!“ hrópaði einn drengjanna og varð heldur bylt við, „við höfum gleymt að taka steinana burt af brautar- teinunum. Sko, þarna hefir einn af mönn- unum tekið steininn í hönd sér. Við hefð- _um ekki átt að leggja hann þarna. Hefði járnbrautarlestin komið á fullri ferð, þá hefði hér að sjálfsögðu orðið stórslys“. „Og það gerir ekkert til, það hefði ekkert orðið að“, svaraði þá einhver. „En ef þeir verða þess varir, þá verður okkur refsað“, hrópaði þá annar. „Huggun er það, að það er enginn

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.