Ljósberinn - 01.10.1946, Page 4

Ljósberinn - 01.10.1946, Page 4
160 hægðarleikur fyrir þá að grafa það upp“, sagði þriðji snáðinn. En þessi gleði þeirra stóð þó ekki lengi, því þegar þeir voru á lieimleið sáu þeir, hvar lögregluþjónn kom á móti þeiin. „Heyrið þið nú“, sagði einn drengjanna lágum rómi. „Varist að segja nokkrum frá þessu, því að sá okkar, sem uppvís verð- ur, verður settur í svartholið!“ Augnabliki síðar segir lögregluþjónn- inn við þá: „Segið þið mér nú allan sann- leikann. Hver ykkar hefir lagt þennan stein á járnbrautarteinana?“ „Það liefi ég ekki gert“, sagði einn, „og ég ekki“, sagði annar. „Saklaus er ég af því“, sagði þá þriðji og sárt við lagði. „Hvað segir þú?“ mælti lögregluþjónn- inn og leit hvössum augum á Jakob. Fé- lagsbræður hans litu til hans lionum til viðvörunar. Einn þeirra rétti upp þrjá fingur, sem átti að minna á eið, annar skældi á sér munninn, en það átti að merkja „fangelsi‘ eða svarthol, og enn einn kreppti hnefann til að sýna Jakob, hvað hann mundi gera, ef liann játaði. En Jakob var ómögulegt að skrökva. IJann fann það á þessu augnabliki, að heldur vildi hann láta setja sig í svart- holið en ljúga. „Jæja, segðu eins og er!“ sagði þá lög- regluþjónninn, „varst það þú, sem settir steininn á brautarteinana?“ „Já, ég er hræddur um, að ég-hafi gert það“, sagði Jakob einarðlega. „Jæja, þá var það gott, að ég náði í þig!“ „Ekki er ég nú alveg viss um það“, sagði Jakob. „Ég hefði lieldur ekki látið hann liggja þarna áfram, hefði ekki farið LJÓSBERINN að hellirigna á meðan við vortun að leika okkur“. „Þú verður að koma með mér. En segðu mér fyrst, hvort þú liefir verið einn um þetta strákapar, eða einhver hinna strákanna lijálpað þér að fremja það?“ Jakob gat ekki skrökvað, og ekki vildi liann koma upp um félaga sína; hann færðist því undan að svara þessari spurn- ingu. „Jæja, það kemur alveg í sama stað niður; það er nóg að einn ykkar sé liafður eins og til dæmis“, sagði lögregluþjónn- inn og hélt svo áleiðis og leiddi Jakob með sér. Þegar þeir voru farnir, sagði einn drengjanna: „Heimskulegt var það af Jakob að fara svona að. Nú kemur hann fyrir réttinn og verður ef til vill lúbarinn eða settur í svartholið“. En Jakob lét ekki hugfallast, þó að liann renndi grun í, hvernig fyrir sér mundi fara, og var ekki laust við að urn hann færi dálítill titringur; en samt vissi liann með sjálfum sér, að hann hafði breytt rétt, og var því ekki svo órótt inn- anbrjósts, eins og margur hefði mátt ætla. Var hann nú ekki hugprúður drengur? En hann fékk launaða þessa góðu fram- komu sína, því að húsbóndinn, sem lög- regluþjónninn fór með liann til, hrósaði honum fyrir sannleiksást hans. Og er hann hafði áminnt liann um að leika sér ekki á brautinni, þá lét liann hann fara heim til sín. Hver var þá fegnari en Jakob? Ég horfi á Jesúm þá hræðist ég eigi, þá hrekur mig ekkerl af sunnleikans vegi.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.