Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 161 HUGRÚN : Hún var hætt að biðja Unnur og Auður voru tvíburasystur, en þær voru jafn ólíkar og þær voru skyldar. Önnur var Ijóshærð, bláeyg og grannvaxin, en Auður var aftur á móti dökkhærð, brúneygð, feit og linellin. Fólkið í nágrenninu var liætt að undra sig yfir því hvei'su ólíkar þær voi'u, en þegar gesti bar að garði, varð að segja þeim allt að tíu sinnurn, að þær væru tvíbui'ai-, og þó var tæpast að því væri trúað. Systurnar áttu engin systkini, og var því hægara fyrir foreldra þeirra að veita þeim það, sem hugur þeirra girnt- ist, en þau voi'u þó það gætin og skyn- söm, að þeim datt ekki í hug að láta það eftir þeim, sem þau vissu að gat orðið til þess að skemma þær eða gera þær heimtufrekar. Snennna var þeim kennt að þekkja Guð og biðja hann. Þær vissu að allar góðar gjafir eru frá honum. Systurnar voru ólíkar í fleiru en út- litinu. Unnur var nýtin, sparsöm og viljug til þess að lijálpa móður sinni, en Auður eyddi hverjum eyri, sem hún kornst yfir, hún var hugsunarlítil, áhrifagjörn og auð- ti'ixa. Nú langar ykkur auðvitað til þess að vita, hvað þessar ólíku tvíburasystur voru gamlar, og ég skal með ánægju segja ykkur það. Þær voru 14 ára gamlar og áttu einmitt að fermast vorið, sem saga þessi gerðist. Þær biðu með óþreyju eft- ir fermingardeginum, þar var ekki af því, að þær ættu von á svo dýrmn ferming- argjöfum eða stórri veizlu. Nei, en sá dagur var þeirra hátíðisdagui’, sá dagur, sem átti að flytja þær frá bernskunni inn í æskuna. Á þeim degi áttu þær að gefa Guði það lieit, sem svo mörg hugsandi böx-n óttast að gefa, vegna þess, að þau exu farin að bera skyn á alvöru lífsins og hættur, það er dagur alvörunnar, dag- ur álxættunnar, en alli'i áhættu fylgir nokkur eftirvænting. Nú kom fermingarundiibúningurinn, það kostaði mömmu þeirra bæði áhyggj- ur og erfiði. Unnur var ánægð með það, sem mamnxa var ánægð með; en öði'U máli var að gegna með Auði, hún vildi hafa þetta svona og svona, bara eftir sín- eigin geðþótta, þó hún vissi, að það væri helmingi dýrara og erfiðara að fá það. Móðir þeirra hafði annars orðið vör við það upp á síðkastið, að Auður var orðin eitthvað bi'eytt, hixn var orðin svo upp- stökk og erfið og líkaði ekkert það, sem hún í'eyndi að gera fyrri hana, hún var jafnvel farin að sækja þá staði, sem hún liafði aldrei áður gert og voru miður heppilegir fyxir telpu á hennar aldri. Já, mamma var orðin áhyggjufull út af Auði litlu, hún skildi ekkert í því, hvernig telpan var orðin. Eitthvað hlaut að liafa kornið fyrir. Hún hafð’i nvi raunar alltaf verið öðruvxsi en Unnur, en svona mikið

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.