Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 7
LJÓ SBERINN 163 unstund gefur gull í mund. Systurnar gengu í rólegheitum upp fyrir túniS. Þrestirnir kvökúðu sinn ástaróð í skrúð- görðunum. Lóan, sendlingurinn óg stelk- Urinn fylltu háloftin hinum fegurstu tón- um. Það var eins og þessi morgunstund legði alla sína töfra og unaðssemdir fram til þess að dagurinn mætti verða til sem mestrar blessunar fyrir ungtnennin, sem áttu að standa frammi fyrir altarinu, frammi fyrir Guði almáttugum og lielga honum líf sitt og athafnir. Unnur réði sér naumast fyrir gleði, en Auður gekk þögul við hlið hennar og starði stöðugt niður fyrir fætur sér. Það var auðséð, að henni lá eitthvað þungt á hjarta, en á andlitinu var þrjózkusvipur. Allt í einu leit hún beint framan í Unni. „Hvernig getur þú verið svona glöð?“ spurði hún. „Hlakkarðu svona mikið til þess að fermast?44 Unnur lagði handlegg- mn á herðar systur sinni og nokkur tár gægðust fram milli augnháranna og hrundu niður á rjóða vangana. „Já, ég er glöð, Auður mín. Hvernig á ég öðruvísi að vera en glöð. Sjáðu þessa yndislegu fegurð. Sjáðu þennan djúpa, Lreina himinbláma, líttu svo á þessa fögru, grænu jörð. Finnurðu ekki ilm- inn, sem berst að vitum okkar, ég get teygað hann með vitund minni, svo að Ljarta mitt fyllist unaði. Hlustaðu svo á fuglasönginn, þennan samradda klið, en þó svo margbreytilegan. Það er lof- gjörð og þökk til Drottins fyrir vorið, fyrir lífið, fyrir allt, allt“. Auður starði agndofa á systur sína. Aldrei liafði hún heyrt hana tala svona fyrr. ?5Eg held, að þú ættir að verða prest- ur eða kennari“, sagði hún svo til þess að dylja aðdáun sína. „Hvaðan hefurðu alla þessa speki?“ „Þetta er engin speki. Eg tala bara blátt áfram um það, sem ég sé og heyri. Finnst þér Drottinn ekki góður, að gefa okkur svona fagran og bjartan ferming- ardag, Auður?“ „Jú, en mér finnst það nú bara sjálf- sagt, til hvers væri liann þá að skapa okkur mennina ef hann vildi svo ekki gleðja okkur. En ég er ekkert glöð, Unn- ur. Ég vildi óska þess, að ég væri eins glöð og þakklát og þú, en ég get víst aldrei orðið það framar, ég er alltaf slæm, mér líður illa. Ég er vond við þig, vond við foreldra mína, vond við Guð, vond við sjálfa mig“. „Hvers vegna ertu orðin svona breytt? Mig tekur þetta svo fjarska sárt, þú hrygg- ir bæði Guð og menn, Auður mín. Segðu mér allt eins og er. Hefur eitthvað komið fyrir þig? Þú ert ekki farin að þakka mömmu fyrir kjólinn þinn ennþá, og þó veiztu það vel, að hún saumaði hann á meðan þú hvíldir þig og svafst. Hefur þú gert þér grein fyrir því, hvað hún hefur lagt á sig fyrir okkur undanfarinn tíma. Hún hefur vakað, þegar aðrir sváfu“. Auður liorfði í gaupnir sér, svo brast hún í þungan, óstöðvandi grát. 'Unnur lofaði henni að gráta, hún sett- ist við«hlið hennar og beið þess að hún jafnaði sig. Auður þerraði tárin. „Ég get ekki látið ferma mig í dag, ég er svo vond, ég er liætt að biðja til Guðs og hætt að þakka honum. Bína sagði mér, að það væri enginn Guð til og þó að hann væri til, þyrftum við ekki að vera að biðja liann neins. Það væri

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.