Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 8
164 LJÓSBERINN svo sem sjálfsagt, að hann sæi okkur fyrir öllum þörfum okkar. Hún sagði, að þeir, sem tryðu þessu og væru sífellt að biðja þennan ímyndaða Guð, væru bara aumingjar og veslingar. Svo sagði hún margt, margt fleira. Eg vildi fyrst ekki trúa þessu, en svo fór, að ég hætti að biðja bænirnar mínar á kvöldin. Það var miklu fyrirhafnarminna að sofna án þess, mér leið ekkert ver fyrst í stað, þó kom samvizkubitið fljótlega, en ég þaggaði niður rodd samvizkunnar eða rödd Guðs í hjarta mínu. En svo fór ég að verða ergileg, köld og stíflynd. Eg . hef liðið þjáningar, sem ég get ekki leng- ur risið undir. Heldur þú, að Guð sé ekki langt frá mér, Unnur? Heldur þú, að hann taki mig í sátt aftur?" Unnur tók í hönd hennar. • „Líttu í kringum þig, Auður mín. Hér sérðu dýrð Guðs, Guð sjálfan. Hann er að rétta þér hönd sína. Hann hefir aldrei yfirgefið þig. Hann hefir beðið eftir þér til þess að taka þig í faðm sinn. Manstu ekki, hvað presturinn sagði við okkur í vetur. „Munið þið, börnin góð, að engin synd er svo stór, að Drottinn vilji ekki og geti ekki fyrirgefið hana. Komið með alla neyð ykkar til hans, þá er ykkur borgið í lífinu". Manstu ekki eftir þessu, AuSur. Þú veizt, aS prest- urinn talar af reynslu. Hann er trúað- . ur og góður maður". „Heldurðu þá, að ég muni geta lært að biðja aftur? Mér finnst, að ég hafi gleymt því. Þegar ég ætla að fara að biðja, er eins og hjartað geri uppreisn og tungan loði við góminn". „Já, Auður, það er óvinurinn, sem er að reyna að halda þér fastri í klóm 6Ín- um. Nú skulum við biðja báðar saman eins og við gerðum, þegar við vorum litlar, þetta verður í sannleika dýrlegur dagur. I dag færð þú aftur það, sem þú hefur kastað frá þér, barnatrúna. Nú skulum við biðja". Systurnar spenntu greipar og varir þeirra bærðust í heitri, þögulli bæn. Það var fögur sjón, sem mætti aug- um móðurinnar, þegar hún kom á f ætur og sá, að rúm systranna voru tóm, og hún fór út til þess að vita, hvort hún sæi þær ekki. Gleði hennar verður ekki með orðum lýst og ennþá meiri varð þó gleði hennar, þegar dæturnar komu glaðar og brosandi og hlupu upp um háls hennar og kysstu hana, og Auður hvíslaði í eyra hennar: „Elsku, góða mamma mín, hjartans þakkir fyrir fallega kjólinn og allt, sem þú gefur mér. Nú ætla ég að fara að verða góð stúlka". Og þegar þær eftir nokkra klukkutíma stóðu fyrir altarinu í kirkjunni, ásamt fermingarsystkinum sínum, voru hjörtu þeirra yfirfull af gleði og þakklæti til hans, sem einn megnar að gefa hjarta- frið og sanna hamingju. Til gamollor lconu Blessi Gu8 þér elliárin, ávalt láti fbgnuð sinn, ástgjöf sína, aukast hjá þér unz hann verdur fullkominn. B. J.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.