Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 10
166 LJÓSBERINN RAUNIIR JÓSAFATS Einu sinni bjó karl með ráðskonu sinni á sveitabæ, einhversstaðar á Englandi. Við segjum að liann hafi lieitið Jósafat. En ráðskonan hét Rósa. Jósafat var ákaflega skrítinn karl og alveg liræðilega morgunsvæfur. Rósa varð að lemja með lurk á dyrnar hjá hon- um í hálftíma á hverjum morgni, til þess að vekja hann. Þegar hún var orðin þreytt á þessu keypti Jósafat vekjaraklukku, sem hringdi gríðarlega liátt. En það dugði ekki. Rósa varð að koma með lurkinn. Nú kom að því að Rósa varð að fara að heiman. Systir Iiennar, sem var ráðs- kona hjá gömlum kaupmanni í London, hafði lirapað í stiga og meitt sig. Rósu var annt um systur sína og Jósafat sagði, að það væri alveg sjálfsagt, að hún færi til London og liti til hennar. „Hvernig á ég að fara að heiman“, sagði Rósa, „þú, sem aldrei getur vakn- að á morgnana!“ „Hafðu engar áhyggjur útaf því, Rósa mín“, sagði karl. „Flýttu þér að búa þig af stað, ég hef fundið upp nýja aðferð til þess að vekja mig“. — Og með það fór Rósa. Jósafat fylgdi henni á járnbrautarstöð- ina. Á heimleiðinni kom hann við hjá Jóni bónda, nágranna sínum. „Heyrðu, Jón minn“, kallaði hann, „heldurðu að þú vildir ekki gera mér greiða? Ég sé að þú ferð framhjá okkur á leið til vinnu þinnar, klukkan liðlega 6 á hverjum morgni. Viltu nú ekki koma við og vekja mig á meðan hún Rósa er að heiman? Þú berð bara á dyrnar. En ef ég kem elcki út, verður þú að gá að því, að ég sef. Þú ferð þá inn í stofuna undir svefnherberg- inu mínu og lirópar „halló“ þangað til ég vakna. Vakni ég ekki, þrátt fyrir það, skaltu henda steinvölu á gluggann hjá mér. Ég gef þér í nefið fyrir ómakið, mundu það“. „Jæja, þá það“, sagði Jón. „Hvenær á ég að byrja?“ „Strax í fyrramálið“, svaraði Jósafat. Á tilteknum tíma næsta morgun barði Jón að dyrum hjá honum, en Jósafat lieyrði ekkert, hvernig sem hann barði. Jón fór nú á bak við húsið, þar sem svefn- herbergisgluggi Jósafats var uppi á veggn- um, og kallaði: „Halló, halló, vaknaðu maður“. En ekki vaknaði Jósafat. Jón hrópaði enn hærra: „Hæ-hó, vaknarðu ekki? Það er kviknað í!“ Ekkert svar. Jón kastaði nokkrum steinvölum á gluggann, en allt kom fyr- ir ekki. Og nú reiddist Jón. „Ég má alls ekki vera að þessu. Hann lilýtur að vera steindauður, mannfýlan“, og vun leið henli hann hnefastórum steini inn rnn gluggann og liélt síðan leiðar sinnar. Jósafat var lengi að núa stýrurnar úr augunum. „Ætli einhver liafi verið að hringja“, tautaði liann. En þegar hann kom auga á glerbrotin á gólfinu glað- vaknaði hann. „Hverslags er þetta? Er

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.