Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 12
168 LJÓSBERINN og út að glugga. Nú átti ekki fanturinn að komast undan. En hver annar haldið þið að hafi staðið fyrir utan gluggann, með gulrótina og snærið í kjaftinum, en — skjótta merin hans Jóns! Jósafat dró upp snærið, en Skjóna hélt gulrótinni og lötraði úr hlaði. „Ég hef uppgötvað það í" hrópaði Jósa- fat um leið og hann sá Jón koma. „Það er óhræsis skjótta merin þín, sem er svona sólgin í gulrætur. Ég verð að binda ein- hverju öðru í endann". Jósafat vildi ekki eiga neitt á hættu með það, að binda snærið um stórutána á sér, sem var líka blá og bólgin. Hann batt því aftur í vekjaraklukkuna. I stað gulrótarinnar þvöglaði hann saman tusk- um og batt í hinn endann. „Ætli Skjónu þyki þetta ekki ólyst- ugt", hugsaði hann. „Ekki get ég haldið áfram að gefa henni gulrætur, annars viki hún ekki hér frá glugganum, og það gengur ekki. Hvað ætli Rósa segði?" Sami gauragangurinn endurtók sig um morguninn daginn eftir. Klukkan í gólfið með feikna hávaða og Jósafat á eftir henni og út að glugga. Það var eins og hann hafði búizt við. Skjóna hafði orðið fyrir vonbrigðum, þegar hún beit í tusk- urnar. Hún lét þær strax út úr sér og fór. Vesalings Skjóna! Jósafat gat ekki horft upp á þetta. Hann fór í slopp, brá á sig inniskóm, rauk niður stiga og inn í eld- hús og náði í gulrót. „Hæ, stanzaðu augnablik, greyið!" hrópaði hann á eftir Skjónu. Hún var ekki sein á sér að snúa við aftur, þegar hún sá hann rétta að sér digra gulrót. Og í sama bili kom Jón til þess að fá í nefið. Þetta endurtók „sig nú á hverjum morgni, þangað til Rósa kom heim. — Skjóna kom eftir góðgerðunum og vakti Jósafat um léið. Jón kom til þess að fá í nefið og um leið til þess að fullvissa sig um, að Jósafat væri vaknaður. Þegar Rósu voru sögð öll þessi ævin- týri, hristi hún höfuðið. „Tarna er lag- legt", sagði hún. „Ég vissi það, um leið og ég fór að heiman, að eitthvað mundi koma fyrir. Þau halda auðvitað áfram að koma hingað á hverjum morgni, Jón og skjótta merin hans. Hann verður að fá í nefið, en hún verður að fá gulrót!" — Þetta er nú ekki nema ein af þeim mörgu sögum, sem hafa verið sagðar af skrítna karlinum, honum Jósafat á Eng- landi. Ó. Ó. þýddi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.