Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 14
170 LJÓSBERINN Hnébandssylgjur hershöfðingjans SAGA EFTIR W. H E N C K Það var víst undir árslokin 1775, að ensk herliðsdeild tók sig upp frá her- búðunum í Filadelfíu til að afla sér vista hjá bændunum þar í grenndinni. Það var að minnsta kosti á fyrstu árunum, þegar Norður-Aineríkumenn börðust fyrir því, að þeir losnuðu undan yfirráðum Eng- lendinga og gætu orðið sjálfstæð þjóð. Sú styrjöld stóð lengi yfir og var kölluð: frelsisstríð Norður-Ameríkumanna. Nú eru það Bandaríkin. Hermennirnir fóru út á búgarð, sem Rudolf borgarstjóri átti. Þeir létu greip- ar sópa um það, sem fyrir þeim varð og um borgun var ekki að ræða. En þegar þeir loksins þóttust hafa fengið nægju sína, og ætluðu að ríða heim aftur til búða, þá kom Ijómandi falleg kýr labb- andi utan úr haga; þeir tóku kúna og þóttust hafa veitt vel í lokin. En þeim varð ekki kápan úr því klæð- inu; dóttir borgarstjóra vildi ekki láta þá taka hana fyrirhafnarlaust. Þeir urðu nú fyrst að eiga í höggi við hana. Hún var tólf ára gömul, Kýrin var metskepna og þótti heimilisprýði og staðarbót. En vænzt þótti Onnu um hana; hún kall- aði hana kúna sína, því að hún ætti hana og enginn annar. Það tjáðu engin mót- mæli af hennar hálfu. Hermennirnir daufheyi-ðust við því öllu og fóru burt með elsku kúna hennar; liöfðu þær þó alizt upp saman, frá því er kýrin var kálfur og hún hafði fært henni hey og mat á hverjum degi. En stúlkan gafst ekki upp; hún barð- ist■ fyrir þessari eign sinni af fremsta megni. Áður en hermennirnir voru komn- ir langt, var hún komin heirn, fór inn í hesthúsið, söðlaði lítinn reiðhest, sem hún átti, og hleypti honum af stað á harðaspretti til borgarinnar. Hún vissi, hvað hún vildi; óhræsis hennennirnir skyldu ekki fá vald til að svifta eftirlætið hennar lífi. Það voru þó til allrar liam- ingju tveir, sem gátu bjargað henni, og það var hún sjálf og Kornvallis hershöfð- ingi, yfirfoi-ingi enska hersins. Veslings Reyður varð að þramma með hermönnunum og ef hún þótti of hæg- fara, þá var linippt í hana með byssu- stingjum; það var gott, að Anna sá það ekki, því að hún reið nefnilega allt aðra leið og hesturinn hennar varð að hlaupa eins og fætur toguðu, því að henni þótti á ríða að komast til herbúðanna á und- an hermönnunum. — Loks komst hún til útvarðanna og heyrði þá kallað: „Hver fer þar?“ „Ég er á leið til hershöfðingjans“, svar- aði hún. „Já, en það má ekki ónáða liershöfð- ingjann með neinu smákvabbi“, sagði liðsforinginn. „Leyfið mér að fara leiðar minnar“, mælti Anna, „það er afar áríðandi er- indi, sem ég á við hann, og ég má ekki tefja mig á að segja ykkur það. Ég kem frá Dalbæ og ég verð samstundis að fá að tala við hershöfðingjann. Það, sem ég þarf við liann að tala, get ég ekki sagt öðrum“.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.