Ljósberinn - 01.10.1946, Page 15

Ljósberinn - 01.10.1946, Page 15
L J Ó SBERINN 171 Það tjáSu þó engin mótmæli aj hennar hálfu. IJún var svo áköf og ákveðin í bragði, að herforinginn þorði ekki að taka þá ábyrgð á sig, að hefta för litlu stúlkunn- ar. Það gat verið, að hún hefði einhverj- ar fregnir að flytja af foringja uppreisn- armannanna, Washington hershöfðingja, því að hann var skammt þaðan með her- deild sína. Þess vegna skipaði herfor- ingi mönnum sínum að fara með hana á fund hershöfðingjans. Kornvallis hershöfðingi sat við kvöld- verðarborðið og nokkrir hershöfðingjar með honum. Þá komu þau boð til hans: „Lítil stúlka úr sveit hefir hershöfðingj- anum boðskap að bera“. „Láttu hana óðara koma inn“, svar- aði liershöfðingi og stundarkorni síðar var Anna Rudolf leidd fyrir hann. Fyrstu augnablikin varð hún alveg ut- an við sig af því, sem hún sá fyrir sér: Borðið, fagurlega búið, indælar krásir og kristalsglös, herforingjarnir í skínandi, rauðum einkennisbúningi, skreyttum gulldjásni; aldrei hafði henni annað eins

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.