Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 16
172' LJÓSBERINN e^ ,£g vil fá kúna mina", sagSi hún. 6kraut og viðhöfn til hugar komið; hún gat engu orði upp komið, veslings litla Btúlkan úr sveitaþorpinu. Én hershöfð- inginn ávarpaði hana blíðlega og þá náði hún sér brátt aftur. „Jæja, vinur minn litli", mælti hann, „hvað hefur þú að segja?" Á því sama augnabliki sá hún Reyði fyrir sér í huganum, og þá fór hið glæsi- lega matborð hershöfðingjans heldur að verða tilkomuminna í augum hennar. „Eg vil fá kúna mína", sagði hún. Orð- in voru ekki mörg, en þau höfðu sín áhrif. Fyrst urðu allir hljóðir og hissa, en svo tóku allir að skellihlæja, 6VO tjald- ið titraði allt. Anna roðnaði af gremju og var sem eldur brynni úr augum henn- ar. Hershöfðinginn sá það nú, að þessi litla stúlka var ekki eins og bændadæt- ur eru að jafnaði. Hann talaði til hennar nokkrum hug- hreystingarorðum og gat fengið hana til að segja skilmerkilega frá því sem gerzt hafði. „Hvers vegna kom faðir þinn ekki sjálfur?" spurði hann svo. „Pabbi er ekki heima?" „Áttu þá ekki bræður?" „Hvorugur bræðra minna er heima". „En — Kornwallis hershöfðingi",

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.