Ljósberinn - 01.10.1946, Page 16

Ljósberinn - 01.10.1946, Page 16
172 LJÓSBERINN „Ég vil fá kúna mina“, sagði hún. skraut og viðhöfn til hugar komið; hún gat engu orði upp komið, veslings litla stúlkan úr sveitaþorpinu. Én hershöfð- inginn ávarpaði hana blíðlega og þá náði hún sér brátt aftur. „Jæja, vinur minn litli“, mælti hann, „hvað hefur þii að segja?“ Á því sama augnabliki sá hún Reyði fyrir sér í huganum, og þá fór hið glæsi- lega matborð liershöfðingjans heldur að verða tilkomuminna í augum hennar. „Ég vil fá kúna mína“, sagði hún. Orð- in voru ekki mörg, en þau höfðu sín áhrif. Fyrst urðu allir hljóðir og hissa, en svo tóku allir að skellihlæja, svo tjald- ið titraði allt. Anna roðnaði af gremju og var sem eldur brynni úr augiun henn- ar. Hershöfðinginn sá það nú, að þessi litla stúlka var ekki eins og bændadæt- ur eru að jafnaði. Hann talaði til hennar nokkrum hug- hreystingarorðum og gat fengið hana til að segja skilmerkilega frá því sem gerzt t hafði. „Hvers vegna kom faðir þinn ekki sjálfur?“ spurði hann svo. „Pabbi er ekki heima?“ „Áttu þá ekki bræður?“ „Hvorugur bræðra minna er heima“. „En — Kornwallis hershöfðingi“,

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.