Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 20
176 LJÓSBERINN Utanstéttarmenn á Indlandi Kafli iír bókinni: Heiðindómur og kristindómur á Indlandi cftir kristniboSsprestinn J. J. OSTAD Þegar liingað berst sú fregn, að á Ind- landi séu 60 milljónir utanstéttarmanna (Paria), þá nær það yfir Paria og aðr- ar kynkvíslir. Að skilningi Indverja (Hindúa) lieyra Pariar ekki mannkyninu til. Og ef svo er, þá eru þeir afhrök, sem líkja má við sorphaug, sem gerður er svo langt utan mannabyggða, sem föng eru á. Pariar eru fyrirlitnir og þykja svo við- urstyggilegir, að allar hinar stéttir þjóð- félagsins, sem eigi eiu færri en 1950 að tölu; þeir fá eigi að búa í borgunum, heldur fyrir utan allt, þar sem stéttamenn hafa sorphauga sína; þar búa Pariar sér kofa úr liálmi eða tjöld, saumuð sam- an úr pokaræflum. Eins og eðlilegt er, þá eru Pariar fá- tækasta fólkið á Indlandi, en jafnframt allra manna þolinmóðastir. En hróðugir eru þeir og ánægðir með hlutskipti sitt. Þeir vita, að þeir heyra til hinum útskúf- uðu. En ef ungan mann og fríðan af hærri stétt skyldi bera að kofadyrum stéttar- leysingja og biðla til dóttur hans, þá mundi hann í allri vinsemd, en þó ský- laust, synja honum ráðahagsins. Því að stéttleysinginn veit, að það er skýlaus vilji guðanna, að hann og niðjar lians heyri stéttleysingjum til, Honum er það svo mikið alvörumál, ef brotinn er vilji guðanna, að hann vill heldur lifa lífi sínu í pokatjaldinu en að særa guðina að reita þá til reiði. Hann veit, að þar sem guðirnir liafa ætlað Pari- um lægsta stig í mannkyninu, þá er það réttlát hegning fyrir syndir feðra hans og hans sjálfs. En það er annars alveg óhugsanlegt, að ungur maður af hærri stétt biðji Paria- stúlku sér til handa. Til þess er of mikið djúp milli þeirra. Og af því hlytist styrj- öld í heimi guðanna milli guða stéttleys- ingjanna og guða stéttanna. Þegar bramini og Parii hittast, tekur bramininn á sig langan krók til þess að sjá um, að skuggann af hinum óhreina paria falli ekki á hann. Því að ef það stórslys kynni til að vilja, þá yrði brama- inn að ganga gegnum hinar kvalafyllstu hreinsanir — ganga gegnum eld og vatn og hafa kúamykju upp í háls til að full- nægja guðinum Kristna, Vishnu og þús- und öðrum stórtignum í andaheiminum og eyða í það mörgum stundum, til að komast aftur til vegs og virðingar meðal braminanna. Þjónandi stéttin (Sudra) má ekki stunda neina bóklega iðn. Indverji sá, er tæki að sér að kenna Sudra bóklega list, á sér þá refsingu vísa að komast á sorphauginn í næstu tilveru. Og hafi ein- hver lært af sjálfum sér að lesa, þá er lionum bannað að lesa hin helgu rit Ind- verja (Veda). í undanfarandi tilverum

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.