Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 21
LJÓSBERINN 177 hafa guðirnir refsað honum með því að gera hann að þeim ræfli, sem hann er orðinn og hlýtur framvegis að vera. Hér skal nú sýnt með fáeinum dæm- um, hversu pari er fyrirlitinn í lífi og dauða. I Kalkútta, höfuðborg Indlands, eru margar og fínar og breiðar götur. Ferða- menn, norðurálfumenn og Ameríku- menn, hafa farið þar um allar götur til að kaupa sjaldséða gripi í Iaumi, til þess að hafa þá heim með sér. Nú er einn slíkur ferðamaður á Jeið til gistihúss síns. Hinar breiðu götur eru fullar af fólki, sem iðar og skríður í ýms- ar áttir. Við garigstéttarbrúnina sér hann eitthvað liggja hulið pokadruslum. Þar sem ferðamaðurinn var þarna einn síns liðs, þá hefði hann ekki tekið eftir þessu, ef lögregluþjónn hefði ekki haldið vörð um þessa hrúgu. Ferðamaðurinn spyr: „Hvað er þetta, sem liggur þarna?" — „Og það er nú bara dauður paríi", sagði hann með mestu spekt. „Og þér látið hann liggja hér í sólarhitanum; þá legg- ur þegar nálykt af honum!" — „Þarna verður hann að liggja, þangað til við get- um náð í einhvern annan paría til að bera hann burtu; enginn annar leggur hönd að honum", sagði lögreglumaður- inn og heilsaði. Eg hef sjálfur setið í járnbrautarvagni, sem var á.leið frá Hawrah til Rampore- hat, ásamt nokkrum heldri Indverjum. Þeir sátu og skýfðu í sig nýsprottin ágæt bjúgaldini. Vissi ég þá ekki fyrri en einn þeirra tekur aldinklasa og heldur hon- um í áttina til mín. Ég rétti fram hend- ina til að taka við honum. Þá kastar hann klasanum niður á bekkinn við hliðina á mér og sagði: „Gerðu svo vel!" Eg leit á hann og sagði: „Ég þakka, en ég get ekki etið hann, því að þér haldið að-lík- indum að ég sé paríi". Hann leit á mig hryggur í bragði eins og hann vildi segja: „Getið þér þá ekki skilið, að ég vil yður vel? En get ekki snert yður, því að þá verð ég óhreinn!" Aldinaklasinn lá nú þarna og enginn snerti hann. Guð hafði látið hann vaxa á hinn bezta hátt mannanna börnum til matar; en syndin hafði gert svo mikið djúp milli ýmsra þjóðf lokka og kynkvísla, að'Guðs gjöf varð jafnvel óhrein að lok- um. Þau aldini, sem ætluð voru til að svala og styrkja mannlegan likama, urðu á endanum fæða handa rottum og sja- kölum. Sænskur rithöfundur, Erland Richter, segir frá einni Indlandsför sinni fyrir nokkrum árum á þessa leið: Einu sinni var kristniboði nokkur beð- inn að koma til bramína, ætlaði bramín- inn að gefa honum dálítið fé til þjóðfé- lagslegrar starfsemi í borginni. Kristni- boðinn tók þessu boði allshugar feginn. Og er kvölda tók og sólin var orðin lág á lofti, gekk hann að bústað þeim, þar bramíninn bjó. Kristniboðinn gekk móti austri og varpaði því skugganum fram- undan sér. Aðeins fáeina metra frá ver- önd Bungalow — skála bramínans — hrópar hann til kristniboðans að nema staðar á augabragði. Hann nam þegar staðar og furðaði sig á þessari framkomu heimbjóðanda síns. Bramíninn gengur yfir veröndina og inn í fremsta herbergi og lokar hurð að herbergi því, sem var fyrir innan það, sem hann bjó sjálfur í. x

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.