Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 22
178 LJÓSBERINN Að þessu búnu hneigir hann sig kurteis- lega fyrir kristniboðanum og segir: „Sal- im sahib! Nú getið þér komið. Afsakið framkomu mína! En sólin skein lágt á lofti í vestri inn í bæði herbergin. Skugginn af yður er langur og var þegar farinij að falla inn í fremra herbergið. Hefði hann fallið skrefi lengra, þá hefði hann fallið inn í herbergið, senl ég læsti. En þar hef ég komið fyrir matvörum fyrir 100 rúpíur (750 kr.) Og ef skugginn af yður hefði fallið á einn einasta böggul, þá hefði ég verið neyddur til að varpa öllum mat- birgðunum fyrir hundana. Sahib, ég er bramín og þér eruð út- lendingur". Matarmálíð er eitt af hínum mestu vandamáhun meðal stéttafólksins sín í milli og veldur mörgum deilum innan heimilanna. Ef indverskur stéttarmaður einhverra hluta vegna verður að standa upp frá máltíðinni, rétt sem snöggvast, þá vill hann helzt ekki taka til snæðings aftur, því ekki var ómögulegt, að einhver hefði snert matinn, meðan hann veik sér frá. Og hafi kona hans dirfst að smakka á matnum, þá snertir hann hann alls ekki. Ef einhver, sem verzlar með sætindi, skyldi verða fyrir einhverju óhappi af völdum stéttleysingja eða paríi komi og rjáli eitthvað við varning hans, þá verð- ur að fleygja þvi öllu, því að enginn af hærri stéttum vill kaupa slíka óhreink- aða hluti og ekki getur verzlunarmað- urinn heldur etið þá sjálfur. Stéttafólkið á í óaflátanlegri baráttu við að smitast ekki af öðru lægri stéttar- fólki. Allar þessar tíu þúsund reglur og boð verður að halda út í æsar; annars geta þeir átt á hættu að verða rækir úr sinni stétt. Og það er.næsta alvarlegt mál. Kristniboðarnir vanmeta ekki þetta mótlæti stéttarmanna, enda þótt norður- álfumönnum sýnist það heldur en ekki fráleitt og óþarft, og blátt áfram hræði- legt. Svona ramfléttast hið þjóðfélagslega trúarlega hvað inn í annað. Og ef kristniboði á að hafa nokkra von um að ávinna þetta fólk fyrir Guð með því að boða því hið fullkomna frels- islögmál, þá gerir hann vel í því, að virða allt það hjá fólkinu, sem hann samkvæmt köllun sinni getur með nokkru móti viðurkennt. Kristniboðinn á, samkvæmt þeirri skyldu og köllun Páls postula, að vera allt fyrir alla, til þess að ávinna einhvern fyrir Krist. En þolinmæði, trúfesti og auðmýkt þarf hann að hafa í mjög rík- um mæli. Það er þó mín trú og margra annara, að eftir því sem sól Guðs náðar stígur hærra og hærra á himin Indverjanna fyr- ir prédikun fagnaðarerindisins og trú- fasta eftirbreytni Krists, þá muni stétta- skiptingin indverska og annars allt í heiminum ganga niður í gröf sína, hægt, en áreiðanlega. Jafnvel dauðinn mun og hlýtur að koma síðasta daginn fyrir sólaruppkomu þúsundára ríkisins, ef ekki fyrr. •••£}•••

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.