Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 23
LJÓSBERINN 179 Hógværð „Gjaldið ekki illt fyrir illt eða illmæii fyrir illmæli, heldur þvert á móti blessið, því að þér eruð til þess kallaðir að þér skulið erfa blessunina". (1. Pét. 3, 9). „Þær Gunnhildur og Ingíbjörg hafa verið leiðar í dag, og úthúðað mér svo af- skaplega", sagði Elísabet einu sinni, er hún kom heim úr skólanum, kafrjóð, í einum spretti. „En það máttu vita, mamma, að ég lét þær ekki eiga hjá mér". „Svo", sagði mamma hennar, „og hvað sögðu þær, sem espaði þig svona ótta- lega?" „Þær voru að gera gys að þeim Maríu og Onnu, en þær gátu ekki veslingarnir, borið af sér blak, heldur fóru að gráta og hlupu leiðar sinnar, og þá vildi ég bera af þeim blakið". „Það var rétt af þér að gera það", sagði móðir hennar, „en haltu nú áfram sögunni". „Og ég sagði þeim, að það væri ljótt og harðýðgislegt af þeim, og ég sagði, að þær ættu að sjá sig sjálfar og sópa fyrir sínum eigin dyrum og draga bjálkann úr sínum eigin augum, eins og Jesús segir sjálfur, áður en þær færu að draga flís- ma úr augum annarra. Og þú getur imyndað þér, mamma, hvernig fór. I stað þess að iðrast þess, sem þær hbfðu sagt, þá fóru þær að skellihlæja og halda fyrir augun og sögðu, að ég innbyrlaði rhér víst, að ég væri presturinn sjálfur". „En þú hefir vÍ6t fengið aftur bjálk- ann og flísina", spurði móðirin brosandi. „Þær hefðu nú bara átt að gera það! — Nei, en svo kölluðu þær mig „heilaga", og þig líka, mamma, og mösuðu um það sín á milli, að við sætum allan liðlangan daginn yfir biblíunni og syngjum sálma". „Þetta voru afskaplegar móðganir", sagði mamma hennar. „Og svo sögðu þær, að við létumst vera betri en annað fólk í bænum, þótt okkur væri skammar nær að hafa gát á okkur sjálfum og þegja eins og steinar". „Þær höfðu nú ekki svo mjög rangt fyrir sér í því, Beta mín; þögn er góð", sagði mamma. „En þá gat ég ekki stillt mig lengur, heldur galt þeim í sömu mynt". „Auðvitað — auga fyrir auga og tönn fyrir tönn", sagði mamma hennar. „Þú ert næsta vel að þér í gamla testament- inu, Beta". „Þá fór ég að bregða þeim um hroka, væru hnakkakertar og innbyrluðu sér, að þær væru betri og meiri háttar en aðrir, jafnveT~þótt þær hefðu höfuðin full af heimsku og vitleysu". „Og með þessum orðum vildir þú sýna þeim, að þú værir enginn dýrlingur?" spurði mamma. „Það skil ég, að þú hefir allgreinilega sýnt þeim það". „Eg vildi sýna þeim, að ég þoli engin smánaryrði af þeirra vörum, heldur kunni að verja mig, ef einhver gengur of nærri heiðri mínum og rétti. Þú hefðir bara átt að heyra til okkar, mamma. Og hvern- ig sem þær orguðu og rifu upp ginið, þá

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.