Ljósberinn - 01.10.1946, Page 23

Ljósberinn - 01.10.1946, Page 23
L JÓSBERINN 179 Hógværð „Gjaldið ekki illt fyrir illt eða illmæli fyrir illmæli, heldur þvert á móti blessið, því að þér eruð til þess kallaðir að þér skulið erfa b]essunina“. (1. Pét. 3, 9). „Þær Gunnhildur og Ingibjörg hafa verið leiðar í dag, og úthúðað mér svo af- skaplega“, sagði Elísabet einu sinni, er hún kom heim úr skólanum, kafrjóð, í einum spretti. „En það máttu vita, mamma, að ég lét þær ekki eiga hjá mér“. „Svo“, sagði mamma hennar, „og hvað 8Ögðu þær, sem espaði þig svona ótta- lega?“ „Þær voru að gera gys að þeim Maríu og Önnu, en þær gátu ekki veslingarnir, borið af sér blak, heldur fóru að gráta og hlupu leiðar sinnar, og þá vildi ég bera af þéim blakið“. „Það var rétt af þér að gera það“, sagði móðir hennar, „en haltu nú áfram 8ögunni“. „Og ég sagði þeim, að það væri ljótt og harðýðgislegt af þeim, og ég sagði, að þær ættu að sjá sig sjálfar og sópa fyrir 8Ínum eigin dyrum og draga bjálkann úr sínum eigin augum, eins og Jesús segir sjálfur, áður en þær færu að draga flís- ina úr augum annarra. Og þú getur íniyndað þér, mamma, livernig fór. I stað þess að iðrast þess, sem þær höfðu sagt, þá fóru þær að skellililæja og halda fyrir augun og sögðu, að ég innbyrlaði mér víst, að ég væri presturinn sjálfur“. „En þú hefir víst fengið aftur bjálk- ann og flísina“, spurði móðirin brosandi. „Þær hefðu nú bara átt að gera það! — Nei, en svo kölluðu þær mig „heilaga“, og þig líka, mamma, og mösuðu um það sín á milli, að við sætum allan liðlangan daginn yfir biblíunni og syngjmn sálma“. „Þetta voru afskaplegar móðganir“, sagði mainma hennar. „Og svo sögðu þær, að við létumst vera betri en annað fólk í bæmmi, þótt okkur væri skammar nær að liafa gát á okkur sjálfum og þegja eins og steinar“. „Þær höfðu nú ekki svo mjög rangt fyrir sér í því, Beta mín; þögn er góð“, sagði mamma. „En þá gat ég ekki stillt mig lengur, lieldur galt þeim í sömu mynt“. „Auðvitað — auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“, sagði mamma liennar. „Þú ert næsta vel að þér í gamla testament- inu, Beta“. „Þá fór ég að bregða þeim um hroka, væru linakkakertar og innbyrluðu sér, að þær væru betri og meiri háttar en aðrir, jafnvét þótt þær liefðu höfuðin full af heimsku og vitleysu“. „Og með þessum orðum vildir þú sýna þeim, að þú værir enginn dýrlingur?“ spurði mamma. „Það skil ég, að þú hefir allgreinilega sýnt þeim það“. „Ég vildi sýna þeim, að ég þoli engin smánaryrði af þeirra vörmn, lieldur kunni að verja mig, ef einliver gengur of nærri lieiðri mínum og rétti. Þú liefðir bara átt að lieyra til okkar, mamma. Og hvern- ig sem þær orguðu og rifu upp ginið, þá

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.